headImg        
19
apr

Laugardags Lnpp - a er komi a seinni hlfleik!

- Jhanna Stefnsdttir
Gordjss stemming skemmunni gr! 
Mynd: Anta Bjrk
Gordjss stemming skemmunni gr! Mynd: Anta Bjrk

 

Góðan daginn! Það eru vonandi allir jafn hressir og við!  

Gærkvöldið var geðveikt og þetta hefði ekki getað gengið betur.
High five til ykkar! 

 

En þetta er ekki búið enn og við lofum 10x meiri stemmingu en var í gær, við bjóðum uppá annað kvöld af skotheldu lænöppi sem er stútfullt af hamingju.

Það verður aftur blásið til leiks kl 18:00 og er enginn önnur en Lína Langsokkur sem ætlar að vera með smá glens og gaman!

 

 

Laugardagur 19 apríl! 

 • Lína Langsokkur 
 • Lón 
 • Markús and the Diversion Sessions
 • Solar 
 • Kaleo 
 • Snorri Helgason 
 • Grísalappalísa
 • Highlands
 • Dj. Flugvél og Geimskip 
 • Helgi Björnsson og Stórsveit Vestfjarða 
 • Hjaltalín 
 • Sólstafir 
 • Retro Stefson 

Hlökkum til að sjá ykkur öll í kvöld í blússandi sullandi stuði og tilbúin í kvöldið! 


19
apr

Ert mynd?

- Jhanna Stefnsdttir

Það er öllu tjaldað til í ár og þar má meðal annars nefna ljósmyndasýningu sem gefur okkur innsýn í aldrei stemmingu síðustu ára.

Ljósmyndirnar hanga á hingað og þangað um Ísafjörð, en staðirnir eru 

 

 • Ísafjarðarflugvöllur 
 • Kaffi Íssól 
 • Eymundsson 
 • Klæðakot
 • Gamla Bakarínu 
 • Bræðraborg 

 

Ljósmyndarnir sem eiga myndir á þessari sýningu eru Ágúst Atlason, Hörður Sveinsson og Aníta Björk

 

Það er tilvalið að skella sér í hressandi göngutúr, fá sér K-in Þrjú í Gamla (Kringlu, Kókoslengju og Kókómjólk), Kaffi á bræðraborg, og anda að sér vestfirskri stemmingu og fersku fjallaloftinu. 

 

 


19
apr

Aldrei fr g suur minninganna PLS fimm hlutir til a gera safiri um pska- li Dri

- Jhanna Stefnsdttir

Ég labba í gegnum mannhafið, í fjarska heyri ég lagið um gúanóstelpuna óma úr farsíma, úti er bylur en inni er bilað.  Ég er staddur á bestu tónleikahátíð í heimi, Aldrei fór ég suður minninganna...

Það er engin hátíð í heiminum eins og Aldrei fór ég suður. Þarna blandast saman hinir ýmsu aldurshópar og hið ólíkasta fólk í rafmagnaðri stemmingu sem virkar eins og þú sért staddur á gamaldags sveitaballi, bransahátíð og einhverju allt öðru í senn. Allir í stuði og allir til í hvað sem er.

 

Ég var beðin um að velja mína eftirminnilegustu Aldrei fór ég suður hátíð, eitthvað sem er ógjörningur. Þegar ég loka augunum og hugsa til baka eru allar bestu minningar af hátíðinni búnar að mynda eina súperhátíð í huga mér. Ég sé Dóra frænda syngja Shaking the Blues Away, ég er staddur upp á sviði í stresskasti að spila á þriðju hátíðinni 2006, ég sé bónorð á tónleikum Reykjavík!, Bubba gaula “langa dimma vetur” og trylltan Pétur Magg kynna næsta atriði. Minningarnar eru óteljandi. Þannig er Aldrei fór ég suður aldrei alveg eins, en alltaf frábær.

Ég hef farið á allar hátíðirnar fyrir utan tvær. Árið 2008 asnaðist ég til að hanga í Reykjavík, sem var ömurlegt, og ári seinna var ég staddur í Tennessee í skiptinámi.

 

Með átta hátíðir undir beltinu má ég til með að mæla með fimm hlutum til að gera á Ísafirði um páska:

- Farðu í sund og gufubað í Bolungarvík,

- Farðu í eitt elsta og besta bakarí landsins Gamla Bakaríið

- Borðaðu á Tjöruhúsinu, þú færð ekki betri fisk!

- Farðu í partý með heimamanni. Ísfirðingar hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir að halda hress partý

- Mættu snemma í skemmuna!

Hér er grein sem vefritið mitt, Straum.is (www.straum.is), birti um hátíðina í fyrra. Þrátt fyrir að hafa verið yfir sig hrifinn af hátíðinni þurfti greinarhöfundur því miður að svíkja gefið loforð í greininni, vegna anna við nám:

Alltaf fer ég vestur! (http://www.straum.is/alltaf-fer-eg-vestur/)

---

Óli Dóri mun þeyta skífum á Húsinu að lokinni AFÉS dagskrá laugardagskvöldsins. Endilega kíkið á kauða þar og smellið á hann fimmu.


18
apr

Rokkstrt!

- Jhanna Stefnsdttir

Rokkstrætóin verður að sjálfsögðu á sínum stað í ár. 

 

Stoppistöðvarnar eru 

 • Pollgata - Strætóskýlið fyrir aftan Hótel Ísafjörð 
 • Bílastæði Menntaskólans á Ísafirði 
 • Grænigarður - Rokkskemman 
 • Góuholt 
 • Stórholt 

Stræótin fer alltaf á hálftíma fresti. Á heila og hálfa tímanum fer hann frá Pollgötunni 

Og klukkan korter í og korter yfir leggur hann af stað frá Stórholtinu 

 

Fyrsta ferð er frá Pollgötunni kl 17:30 og síðasta ferðin frá Grænagarði og inní er kl 00:00. 

Síðasta ferðin niður í bæ frá skemmunni er á milli 00:15 til 00:30 

 

Það kostar ekki neitt að taka strætóin! 

 
Við minnum aftur á live streamið okkar sem sent er út í samstafi við Snerpu, KFÍ-TV og Símafélagið. Streamið getiði fundið hér
 

18
apr

Breyting dagskr kvldsins!

- Jhanna Stefnsdttir
a vera allir gordjss kvld!
a vera allir gordjss kvld!


Smá breyting hefur orðið á lænöppi kvöldsins þar sem eitt atriðið forfallaðist en það er Kött Grá Pjé.

Það er samt enginn hætta, það munu enn þrettán atriði stíga á svið í kvöld, því meistari Páll Óskar ætlar að gera sig sætan og hlaupa í skarðið 

 

Uppfært lænöpp getiði skoðað fyrir neðan! 

 

Föstudagur 18:00

 • Þórunn Arna Kristjánsdóttir og búgíband Skúla mennska
 • Hemúllinn 
 • Rythmatik 
 • Soffía Björg 
 • Contalgen Funeral 
 • Rúnar Þórisson 
 • VIO 
 • Páll Óskar 
 • Mammút 
 • Maus 
 • Dusty Miller 
 • Cell 7 
 • Hermigervill 

Það verður stanslaust stuð í kvöld! 


18
apr

Ht b!

- Jhanna Stefnsdttir
tli a veri svona miki af flki i kvld?!?
tli a veri svona miki af flki i kvld?!?

Sólin er farin að skína og allir rokkararnir okkar eru á leiðinni vestur! 

 

Það þarf enginn að örvænta, við erum í frábæru stuði, bærinn er í bullandi sullandi stuði, rokkararnir eru nú allir á leiðinni vestur til okkar og við þurfum ekki einu sinni að spyrja hvort það sé stemming í þeirri rútuferð!

 

Þeir sem ekki geta upplifað stemminguna í bænum sjálfum geta upplifað hana í gegnum tölvuskjáinn, hægt verður að nálgast streymið hérna inná aldrei.is en streymið er sent út í samvinnu við Snerpu, KFÍ-TV og Símafélagið. Nú geta allir verið með!

Við tilkynntum ykkur lænöpp dagsins áðan og það má finna það hér 


Svo það er um að gera að finna lopapeysuna, bakpokann, hita upp instagramið, og vera mætt í rokkskemmuna kl 18:00, því þá verður blásið til leiks! 

 

Mikið erum við spennt! 


Fyrri sa
1
234567303132Nsta sa
Sa 1 af 32
Vefumsjn