headImg        
10
nv

Fyrstu frttir

- Birna Jnasdttir
1 af 2

Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í á íslenskri tónlist á tíunda áratugnum.

 

Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar.

 

Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.

 

Aldrei fór ég suður er nú haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags.

 

Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.

 


10
apr

Allt b...

- Snorri rn Rafnsson

Það hefur víst ekki farið framhjá nokkrum manni að Aldrei fór ég suður 2015 fór fram með pompi og prakt, heppnaðist þetta líka litla svakalega vel og vonandi skemmtu sér allir fáránlega frábærlega, svo ekki sé vægar að orði komist.
Annars sagði hún Birna Rokkstjóri þetta best þegar hún sagði: 

"ELSKU VINIR!! Nú er Aldrei fór ég suður að baki í tólfta sinn í röð. Við erum í skýjunum. Þetta var stórkostleg hátíð, með framúrskarandi listamönnum, frábærum áhorfendum og fjölmörgum hjálparkokkum sem lögðu hönd á plóg. Við erum grenjandi þakklát! Við komum aftur! TAKK FYRIR OKKUR!! 
// DEAR FRIENDS!! Thank you so much for attending our festival this year and thanks for all your help. We’re in heaven. We’ll be back! WE LOVE YOU!!"

 

Þetta var frábært allt saman.
Og ekkert nema viðeigandi að enda þetta á smá Mugison gleði.

Sjáumst að sjálfsögðu að ári!

 


4
apr

Allir Skemmuna!

- Snorri rn Rafnsson

Nú styttist óðum í Skemmutónleikana góðu.
Allir sem vettlingi geta valdið ættu að skella sér og hlusta á góða tónlist og fá sér drykk og snæðing.
Muna bara að taka vettlinginn og jafnvel regnhlífina með, því það er pínu kalt og blautt úti núna, en við látum það ekki hindra okkur í að mæta og skemmta okkur konunglega!.

Rokkstrætó mun sjá um að koma okkur á staðinn, og kostar ekkert . Hann keyrir frá Pollgötunni á heila og hálfa tímanum.

Fyrsta band á svið verður Pink Street Boys, og það verður um fimm leytið ef allt stenst áætlun.
Svo er það bara tónlistarveisla og dásamlegheit til miðnætis, og svo eru það nokkur dansiböll fram á nótt.

Hérna er röðin á svið í dag / kvöld:

1 Pink Street Boys
2 Hemúllinn
3 Boogie Trouble
4 Amabadama
5 Mugison
6 Valgeir Guðjónsson
7 Prins Póló
8 Emmsé Gauti
9 Rythmatik
10 Agent Fresco

 

Svo má ekki gleyma því að þessu verður öllu sjónvarpað, hérna á aldrei.is, og á Ruv2 og Rás2.

Það eru að sjálfsögðu snillingarnir í JakinnTV sem sjá um varpið að venju.

 

 

 


4
apr

Tnlistarveisluhld!

- Snorri rn Rafnsson

Þá er loks kominn laugardagur, sem er gleðiefni fyrir marga.
Flestir eru spenntir fyrir skemmutónleikunum, en þeir hefjast klukkan 17:00.
En það er nóg annað að gera í dag þangað til.

Súpa og tónlist er úrvals blanda, og hana verður hægt að nálgast í Krúsinni á milli 14:00 og 16:00.

Kakó og vöfflur verða á boðstólunum í After Ski á Hótel Ísafirði ásamt léttri tónlist á milli 15:00 og 17:00.

Klukkan 15:00 hefst heimkomuhátíð Háskólasetursins, en þar er mikil og áhugaverð dagskrá sem hefst á ávarpi forseta Íslands. Fyrirlestrar, fróðleikur og að sjálfsögðu tónlist, en stelpurnar úr Ylju munu ylja gestum með ljúfum tónum.

Seinna í kvöld verður svo nóg að gera fyrir djammþyrsta hátíðargesti.

Á Húsinu heldur DJ Óli Dóri uppi fjörinu fram á nótt.

Sniglabandið mun vera í brjáluðu stuði í Edinborg, og heyrst hefur að Rythmatik muni vera með innkomu þar einnig.

Og loks þá verður President Bongó úr GusGus að gera allt brjálað í Krúsinni.

En aðalmálið er að sjálfsögðu Skemmutónleikarnir góðu, en þar munu fjölmargir frábærir tónlistarmenn gleðja okkur og halda á okkur hita.
Einnig verður þar hægt að versla allan okkar frábæra varning, sem og alls kyns drykkjarföng og matvæli.
Muna að klæða sig eftir veðri og vera í hámarksstuði!

 

Flestir koma vel undan gærkvöldinu geri ég ráð fyrir, en það var mikið fjör í bænum, sem og víðar.
Dæmi um það er þetta myndband sem var tekið í Gúttó í gærkveldi, þar fer Lori Kelley á kostum ásamt fríðu og föngulegu föruneyti.


3
apr

Allt a gerast!

- Snorri rn Rafnsson

Þegar þetta er ritað eru einungis nokkrar mínútur í að hátíðin verði sett í Ísafjarðarkirkju, og tónleikarnir hefjast svo skömmu seinna.
Í kirkjunni koma fram Himbrimi, Júníus Meyvant, Guðrið Hansdóttir og Valdimar Guðmundsson.
Alls ekki missa af þessum frábæru opnunartónleikum Afés 2015.

Ef þú ert hinsvegar fastur í öðru bæjarfélagi eða jafnvel öðru landi, þá er engin ástæða til að örvænta.
Internetið og RUV bjarga því.

 

Við erum með okkar eigið vefvarp hérna á Aldrei.is sem mun sýna frá tónleikunum þráðbeint, auk þess sem þeir eru í beinni á rás 2, ruv.is og auk þess sýndir á ruv2.

 

Ríkisútvarpið rás 2 og rúv eiga miklar þakkir skilið fyrir þeirra aðkomu að hátínni, sem batnar og eykst með ári hverju.

 

Svo klukkan 22:00 í kvöld er upplagt að bregða sér í Alþýðuhúsið og láta Hugleik og Sögu kitla hláturtaugarnar, og fá væna skvettu af menningu Kæsta Safírsinns, sem er stórkostlegt atriði í alla staði.


3
apr

Varningurinn okkar

- Snorri rn Rafnsson

EIns og alþjóð veit þá er ekkert í heiminum flottara heldur en Afés varningurinn okkar.
Stórfenglegir bolir og peysur, óheyrilega töff gítarneglur, framúrskarandi sætar samfellur og margt margt fleira.
Allt þetta og meira til er til sölu í Verbúðinni í Aðalstræti 24.
Þar er opið alla páskana frá klukkan 13:00.
Hérna eru nokkrar myndir af þessum stórfenglegu vörum sem allir hreinlega verða að eignast.
Salan á þessum varningi er ómetanleg hjálp við að halda þessari frábæru hátíð gangandi og ókeypis ár hvert, þannig að það er um að gera að skondra í Verbúðina strax í dag og fjárfesta í töff dóti og fötum.
Annað væri hneysa...


Fyrri sa
1
234567323334Nsta sa
Sa 1 af 34
Vefumsjn