headImg        

Opnun um pskana 2015

Veitingastaðir, matvöruverslanir, apótek, sundlaugar og sitthvað fleira er opið um páskana.
Hérna eru allar upplýsingar um alla opnunartíma yfir hátíðina 2015.


jnusta, gisting&veitingar

Fjarlgir  milli staa - 
Smella til a stkka.
Fjarlgir milli staa - Smella til a stkka.

Á svæðinu er nóg af möguleikum í boði fyrir þjónustu, gistingu og veitingar. Í tenglunum hér að neðan má finna allar upplýsingar um hvern bæ/þorp í nágrenninu og hvetjum við ykkur til að skoða möguleikana á hverjum stað fyrir sig. Gisting á Ísafirði er yfirleitt fljót að verða uppbókuð og er þá sniðugt að skoða möguleikana í þorpunum í kring, en þau eru nokkur. Margir aðilar bjóða upp á ferðir á hátíð og heim að henni lokinni, bæði kvöldin, en ekki allir.

 

Hvað er hægt að borða/drekka á Ísafirði?

Boðið verður upp á léttar veitingar og ýmsan varning á hátíðinni sem við hvetjum alla til að nýta sér.
Hægt er að fá alls kyns skyndibita í miðbæ Ísafjarðar, m.a. í sjoppunni Hamraborg, á Subway, bílasjoppunni Krílinu og á veitingastaðnum Thai Koon. Á Hótel Ísafirði er hægt að fá kaffi, rétti af matseðli og fleira. Þá eru tvö bakarí í miðbænum fyrir þá sem vilja bakkelsi, og Samkaupsverslun. Þeir sem eru sérlega blankir geta rölt inn í fjörð og farið í Bónus. 
Fimm krár/kaffihús eru á Ísafirði; Krúsin í kjallara Alþýðuhússins, Edinborgarhúsið, heilsukaffihúsið Bræðraborg, KaffiÍssól og svo náttúrulega Húsið, hvað eru mörg hús í því?


Er eitthvað fleira um að vera á Ísafirði? 
Á Ísafirði er alltaf eitthvað um að vera. Um páskana er hin árlega skíðavika haldin og á dagskrá hennar finna allir sér eitthvað við hæfi. Kynntu þér skíðavikuna á www.skidavikan.is.

 

 
safjrur

safjrur  vetrarskra
safjrur vetrarskra

Nafnið Ísafjörður átti forðum við um allt Ísafjarðardjúpið en festist síðan við eyrina í Skutulsfirði sem var helsti verslunarstaðurinn á þessu svæði. Innst í Ísafjarðardjúpi er hins vegar fjörður sem ber nafnið Ísafjörður og veldur þetta gjarnan nokkrum heilabrotum hjá erlendu ferðafólki. 
Eyri í Skutulsfirði – Ísafjörður – er forn verslunarstaður, höfuðstaður Vestfjarða og tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ. Þar hefur verið stunduð verslun öldum saman en strax á 16. öld komu kaupmenn frá Hamborg sér upp aðstöðu á eyrinni. Með tilkomu dönsku einokunarverslunarinnar var eyrin svo fest enn frekar í sessi sem miðstöð fiskveiða og verslunar. Meira

 


Bolungarvk

Fgur er Vkin
Fgur er Vkin

Kaupstaðurinn Bolungarvík stendur við samnefnda vík og er nyrsti þéttbýlisstaður á Vestfjörðum. Það var Þuríður sundafyllir sem nam land í víkinni og eignaði sér ekki bara landið heldur einnig miðin þar út af. Miðin voru auðug og marga fýsti í að veiða þar. Það var Þuríður tilbúin til að leyfa en aðeins ef menn borguðu henni kollótta á fyrir. Þess vegna er stundum sagt að hún hafi verið fyrst Íslendinga til að innheimta veiðileyfagjald. Bolungarvík mun vera elsta verstöð landsins og er hennar m.a. getið í Fóstbræðrasögu. Öldum saman var hún líka ein allra stærsta verstöðin.
Föst byggð tók að myndast í Bolungarvík um 1880 og um aldamótin 1900 voru íbúar á svæðinu orðnir yfir 500 talsins. Meira

 


Flateyri

Eyrin vi nundarfjr
Eyrin vi nundarfjr

Flateyri stendur við Önundarfjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Þorpið byggðist upp í kringum sjósókn en á síðustu áratugum 19. aldar var þar umtalsverð þilskipaútgerð og mikil hákarlaveiði.
Árið 1889 reisti Norðmaðurinn Hans Ellefsen hvalveiðistöð á Sólbakka við Flateyri. Stöðin var hin stærsta sinnar tegundar við Norður-Atlantshaf og veitti fjölda manns atvinnu. Hún var starfrækt til ársins 1901 er hún brann til kaldra kola. Myndarlegur múrsteinsreykháfur skammt utan við þorpið er eins konar minnisvarði um þessa stöð. Reykháfurinn var reistur skömmu eftir brunann mikla sem fyrsti liður í endurbyggingu stöðvarinnar. Um frekari byggingaframkvæmdir var þó ekki að ræða því Ellefsen gerði eins og aðrir kollegar hans í hvalveiðunum, flutti stöð sína austur á land því þar var mikil veiði á sama tíma og hval var farið að fækka mjög hér vestra. Meira

 


Suureyri

Sgandi er alvru sjvarorp
Sgandi er alvru sjvarorp

Suðureyri stendur við sunnanverðan Súgandafjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Suðureyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1899 en fljótlega upp úr því tók að myndast vísir að byggð á eyrinni. 
Sjávarútvegur hefur alla tíð verið mikilvægasta atvinnugreinin á svæðinu og því ekki að ósekju að sjóklæðagerðin 66°N á upphaf sitt að rekja til Suðureyrar. Ferðaþjónusta hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum og er Suðureyri orðin þekkt víða um heim sem hið dæmigerða íslenska sjávarþorp enda hefur umfjöllun um bæinn ratað inn í flestar helstu ferðahandbækur sem gefnar eru út.  Í þjónustu við ferðafólk er lögð mikil áhersla á hina sögulegu tengingu við hafið og fiskveiðar, í sátt við náttúruna og umhverfið, en tæpast er hægt að finna vistvænna þorp en Suðureyri. Meira

 

 

 


Savk

Savk heillar margan manninn
Savk heillar margan manninn

Súðavík stendur við hinn skjólsæla Álftafjörð. Þar var mikilvægur verslunarstaður fyrr á öldum og eru m.a. til heimildir frá 16. öld um verslun við Lýbíkumenn (frá Lübeck). Árið 1882 reisti Norðmaðurinn Svend Foyn hvalveiðistöð á Langeyri og tók þá að myndast þéttbýli í Súðavík. Stöðin var starfrækt til ársins 1904 en sjávarútvegur var áfram undistaða atvinnulífsins í þorpinu, og er enn.
Súðavík er í dag tvískipt þorp. Eftir snjóflóðin hræðilegu árið 1995 var ákveðið að endurreisa byggðina á öruggu svæði lítið eitt innar í firðinum en gamla þorpið stendur áfram og er vinsælt sem sumarbyggð. Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi í Súðavík á undanförnum árum ekki síst sökum þess að staðurinn nýtur hylli á meðal erlendra sjóstangveiðimanna. Meira

 

 

 


ingeyri

ingeyri vi vestfirsku alpana er magnaur staur
ingeyri vi vestfirsku alpana er magnaur staur

Þingeyri við Dýrafjörð er elsti verslunarstaður Vestfjarða og einn sá elsti á landinu. Bærinn tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ.
Líklegt er að Þingeyri hafi verið þingstaður Dýrfirðingagoðorðs til forna. Þar var mikilvæg höfn allt frá þjóðveldistíma og viðkomustaður erlendra kaupmanna. Upp úr miðri 19. öldinni tók að myndast vísir að þéttbýli á Þingeyri. Um það sama leyti voru franskar fiskiskútur tíðir gestir á Dýrafirði og óskuðu Frakkar eftir leyfi til að stofna nýlendu í Haukadal skammt utan Þingeyrar. Því var hafnað en franskir duggarar, amerískir lúðuveiðimenn, norskir hvalfangarar og fleiri ljáðu Dýrfirðinum áfram alþjóðlegan blæ.
Á Þingeyri er æði margt sem gestir geta tekið sér fyrir hendur. Gamla smiðjan, Vélsmiðja G. J. Sigurðssonar & CO, var stofnuð árið 1913 og gengur enn í óbreyttri mynd. Þar hafa ótal skip frá flestum heimshornum fengið varahluti og viðgerðir í gegnum tíðina en smiðjan er í dag rekin sem lifandi safn og er nauðsynlegur viðkomustaður gesta í plássinu. Meira

 

 

 


Facebooksa um gistingu

Hér fara fram allskonar dílar og vílar endilega kíkið hingað inn til að athuga með laus gistirými Ísafjarðar og nágrennis.

Gisting/Accomodation páskar Ísafjörður og nágrenni 

 

En hér fyrir neðan eru margskonar upplýsingar sem einnig er gott að kynna sér.


Vefumsjn