Rokkstjórinn

Tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson hefur verið ráðinn rokkstjóri Aldrei fór ég suður hátíðarinnar og tekur hann við keflinu af Birnu Jónasdóttur. Birna hefur rokkstýrt síðustu þremur rokkhátíðum með bravúr en hún hélt til útlanda í vikunni og náði að klukka einn helsta samstarfsfélaga sinn Kristján Frey rétt fyrir brottför. Birna mun þó ekki yfirgefa stjórn hátíðarinnar og mun starfa við undirbúning næsta árs. Kristján Freyr er alls ekki ókunnur hátíðinni en hann hefur verið í innsta hring næstum frá byrjun hátíðarinnar.

Meira áhugavert efni