Kampi

Kampi ehf var stofnað á Ísafirði 5. október 2007 um kaup og rekstur á rækjuvinnslu.  Í dag rekur Kampi ehf mjög fullkomna rækjuvinnslu á Ísafirði sem byggir á langri reynslu við vinnslu og sölu á rækjuafurðum og er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.  Þá er fyrirtækið með mjölvinnslu í húsnæði sínu í Bolungarvík þar sem unnið er hágæða rækjumjöl úr rækjuskel sem til fellur úr rækjuvinnslunni.   Að auki á Kampi ehf helmingshlut í frystitogaranum Ísbjörn ÍS 304.

Markmið Kampa ehf er að framleiða afurðir sem uppfylla ströngustu kröfur kaupenda og neytenda. Til að svo megi vera er eingöngu notast við fyrsta flokks hráefni, hvort heldur sem um er að ræða ferskrækju veidda á Íslandsmiðum eða innflutta frysta rækju.

Kampi ehf hefur uppi mjög strangar gæðakröfur í öllu vinnsluferlinu og hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem hefur mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Fyrirtækið hefur öll þau vinnslu- og starfsleyfi sem þarf til að starfrækja fullkomna matvælavinnslu og hefur vottun frá óháðum innlendum og erlendum vottunar- og skoðunaraðilum.

Aðrir bakhjarlar