Ágúst Atlason | þriðjudagur 19. apríl 2011

19 ástæður til að koma vestur um páskana!

Ég vaknaði í morgun, eins og allir hinir, nema sumir. Í andlitið á mér brosti sólin og skartaði Ísafjörður sínu fegursta. Snjór er yfir öllu en götur auðar, svona ekta páska páska eins og við heimamennirnir þekkjum og þið sem hafið komið hingað áður kannist við. Ég ákvað að taka rúnt um fjörðinn, kíkti við í KNH skemmunni líka til að ná svona "fyrir" mynd! Hitti þar sjálfan Rokkstjórann og líka þann fyrrverandi, Hála Slick. Þeir voru að ræða klósettmál við Sigga Óskars þegar mig bar að garði og með þeim var kvikmyndatökumaður frá RÚV, en það er í bígerð heimildarmynd að mér skilst.

 

Ísafjörður er sko alveg tilbúinn fyrir ykkur. Troðfull dagskrá Skíðavikunnar og Aldrei fór ég suður ætti að halda ykkur uppteknum dag eftir dag. Skíðasvæðið er fullt af snjó og allar aðstæður hérna fyrir vestan til fyrirmyndar!

 

Kíkið á myndirnar!