Ágúst Atlason | þriðjudagur 19. apríl 2011

2 ný bönd á lista hinna viljugu!

Við tilkynnum með mikilli ánægju 2 ný bönd til sögunnar, en Samúel Jón Samúelsson Mini Big Band og Sólstafir munu taka þátt í að trylla lýðinn í ár. Flóran er því ansi flott og víðtæk tónlistalega séð þetta árið, magnað stuff!

 

Hér koma stuttar lýsingar á böndunum:

 

Sólstafir:

Íslenska kuldametalbandið Sólstafir hafa verið starfandi síðan 1995 og hafa gefið út 3 breiðskífur. Einstakur stíll sveitarinnar hefur gerir það illkleift að flokka sveitina niður á eina ákveðna tónlistarstefnu, eða hóp af tónlistarstefnum ef maður fer útí það. Alvöru hevímetall hér fyrir rokkþyrsta!

 

Samúel Jón Samúelsson Mini Big Band:

Sammi sem er sonur Samma læknis á Bjargi og barnabarn Ella í Smjörlíkisgerðinni bjó á Ísafirði fram yfir femingu er hann fór suður með foreldrum sínum að freista gæfunar í höfuðborginni. Sammi sem kemur vestur með hljómsveit Jónasar Sig hefur ákveðið að smala saman hljóðfæraleikurum sem verða fyrir vestan í Mini útgáfu af Big Bandinu sínu.

 

Svo segir Samúel:

"Ég mun stela öllum blásurum sem verða þarna eins og Valdimar, en hann hefur stundum spilað með mér á básúnu, svo mun Smári Alfreðsson saxófónleikari sem er ísfirðingur líka leika með. Við munum spila efni af Helvítis Fokking Funki sem kom út í fyrra og þetta verður stuð bomba!"

 

Gjööööööööðveikt!