Ágúst Atlason | föstudagur 10. febrúar 2012

55 dagar í stuð!

Það líður að stuði og í tilefni þess ætlum við að byrja að setja öll videoin sem Inspired by Iceland setti á netið eftir síðustu hátíð. Eins og elstu menn muna var síðasta hátíð ofboðslega mediavæn og flott eftir aðkomu margra góðra aðila, eins og Inspired by Iceland, Exton og Stuðs ehf! Auðvitað eru styrktaraðilanir fleiri og hefði ekkert gerst án þeirra en þeir eiga hérna skildi um alla síðu og forvitnast má meira um þá hér. Takk styrktaraðilar, þetta væri ekki hægt án ykkar!

 

Ætli það leki ekki inn eitt til 2 video á dag svona til að hita upp fyrir sullandi bullandi rokk stuð sem aðeins má finna um páska á Ísafirði. Allar nefndir eru nú að vakna og funda til að gera hlutina sem flottasta í ár.

Söluvarningnefndin er byrjuð að sjóða saman hugmyndir og hef ég líka heyrt að yfirmannaofursemégveitekkihvaðheitirsemákveðuralltsemskiptirmálitónlistarlegaséðnefndin er farin að hittast og bralla upp rokkdagskrá fyrir okkur hin. Þá er ritstjórnin einnig að vakna og byrja að pósta fjörinu. Ég hef ákveðið að vera ritstjóri aldrei.is aftur í ár og mun hann Andri einstaki verða mér innan handar með efnisskrif eins og í fyrra, en drengurinn er ansi leikinn með lyklaborðið. Ef þig langar að vera með og hefur stuð&rokk fram að færa, endilega hafðu samband við mig :)

 

Sjáumst á AFÉS 2012!