Ágúst Atlason | fimmtudagur 5. apríl 2012

Á bak við tjöldin eru kraftaverkamenn

Það er nú bara þannig með alla hluti, já. Þeir sem vinna mestu handavinnuna, þeir sjást ekki mikið svona þegar á tónleika er komið. Að setja upp hátíð eins og Aldrei fór ég suður krefst margra handa vinnu og þetta er ekki bara að dilla sér fyrir framan svið.

Ég skrapp í heimsókn í KNH skemmuna til að reyna að átta mig á öllu því sem fer fram fyrir tónleika og vá, þetta er ekkert smotterí. Það þarf að hugsa um húsnæðið, þrífa og ganga frá. Svo þarf að pæla sviðið, græjurnar, ljósin og allt umhverfið. Setja þetta svo allt saman og fá þetta til að virka.

Ómar Helga og Siggi Ómars stjórnuðu upsettningu sviðs og palla fyrir alla, hljóðmenn og videokamerukalla/konur. Með bros á vör, Ómar sagði að það dygði ekkert minna en heilt rækjutroll til skrauts í ár! Venni í Stuð ehf og Exton mennirnir voru þarna á fullu að setja saman sounddraslið, ljósashowið og það allt saman sem ég kann varla að tala um. Sá ekki Önna Páls, en hann er nú alltaf þarna líka. Og fullt af ísfirskum púkum að hjálpa til, þetta er alvöru! Kukl menn voru mættir á svæðið með magnað hjólhýsi til að koma þessu nú öllu út á netið. Svo voru Veraldarvinir með ísafjarðarvininn Ásgeir Guðmundsson(Geira síðhærða) í fararbroddi á leiðinni til að hjálpa til líka, komu alla leið frá Reykjavík til að vinna sjálfboðavinnu!

 

Tók smá myndasyrpu af þessu hörkuduglega fólki, kíkið.

 

Það er gott að búa á Ísafirði - respect!