Birna Jónasdóttir | föstudagur 14. mars 2014

Ákall til prjónara!

Góðan daginn gott fólk og gleðilega lönguföstu!

Nú líður að hátíð og leitum við til allra velprjónandi einstaklinga sem hafa bæði aldur og þor til að taka þátt í háleynilegu prjónaverkefni með okkur. Einstaklingurinn þarf að hafa kjark til þess að mæta í höfuðstöðvar Aldrei fór ég suður og ræða við rokkstjóra og hans hirði í eigin persónu. Heyrst hefur að rokkstjóri þessa árs sé hvergi nærri jafn mjúkur og sá síðasti, ekki sérlega frýnilegur útlits og einstaklega viðskotaillur. En eins og með flestar skepnur er rokkstjóri óttalegur kettlingur ef rétt er farið að honum, hann malar í höndum hirðinnar sem stendur honum sterk að baki og því er ekkert að óttast. 

Ef þú vinur kær ert prjónamaskína mikil og ert til í að leggja okkur lið í þessu mikla en skemmtilega verkefni viljum við gjarnan heyra frá þér. Vinsamlegast sendu okkur póst á rokkstjori@aldrei.is eða hafðu samband inni á facebook síðu okkar. 
Ást og friður

Aldrei!