| föstudagur 21. febrúar 2014

Aldrei 2014 - fyrstu fréttir

Jæja kæru vinir!

Nú er undirbúningur kominn á fullt fyrir næsta gigg. Við erum farin að hlakka verulega til enda er 10 ára afmæli í ár, en fyrsta Aldrei fór ég suður hátíðin var haldin 2004!

Tíminn líður hratt og nú þarf að spýta í lófana.

Að venju verður rokkað á Ísafirði um páskana; föstudaginn langa, 18. apríl og laugardaginn 19. apríl.

Nýji Rokkstjórinn okkar, hún Birna, er á fullu ásamt fríðu föruneyti við að velja atriði fyrir tónlistarþyrsta gesti og nú höfum við opinberað fyrstu átta atriðin.

 

MAUS

Nú eru 20 ár síðan MAUS vann Músíktilraunir og ætla þeir að koma saman í tilefni afmælisins og gleðja okkur með tónlist sinni, enda Ísfirðingum góðkunnugir síðan þeir voru að stíga sín fyrstu skref í meikinu.

 

 

Retro Stefson

Allir sem voru á AFÉS 2012 muna stemmninguna þegar Retro Stefson lokaði hátíðinni á laugardeginum! Legendary!

 

Cell 7

Ragna Kjartansdóttir is back! Hipphoppari úr rappsveitinni Subterranean... þetta verður eitthvað rosalegt!

 

Mammút

gáfu út plötuna "Komdu til mín svarta systir" í fyrra og var hún valin plata ársins af mörgum gagnrýnendum. Mammút hefur áður spilað á AFÉS og verður gaman að fá þau aftur!

 

Grísalappalísa

Tónleikaband ársins á tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. Við fáum orkuhlaðna og uppgíraða tónleika!

 

Tilbury

Meðlimir Tilbury eru allir jaxlar í íslensku tónlistarlífi og hafa starfað með mörgum hljómsveitum. Tónlist sveitarinnar má lýsa sem dramatísku og hljóðgervladrifnu alþýðupoppi. 

 

DJ. flugvél og geimskip

hressandi hryllingstónlist, fjörugir taktar, cool bassi og allskonar söngur! 

 

Glymskrattinn

Danstónleikar þar sem báðir miðlar eru í forgrunni. Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður í Reykjavík!, Lazyblood og Nine Elevens vinnur að verkinu ásamt dönsurunum og danshöfundunum Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. 

 

Hvernig líst ykkur á?

Ætliði ekki að mæta í afmælið!? :D