Andri Pétur Þrastarson | miðvikudagur 27. apríl 2011

Aldrei fer ég á facebook

Hátíðin í ár heppnaðist stórvel, sem virkir netnotendur tóku greinilega eftir í flóði af lofsverðum status uppfærslum á fésbókinni.  Í því tilefni fór ég í ferðalag um veraldar vefinn,  og safnaði facebook ummælum frá nokkrum af þeim listamönnum sem komu fram, setti skondinn titill og kalla það grein.  Vessogú!

 

Hljómsveitin Ég

Jahérna, það munaði engu að Ég færi aldrei suður (aftur) .....þessi hátíð á Vestfjörðum er yfirgengileg snilld !!!!!:-) Takk fyrir okkur Aldrei Fór Ég Suður !!!:-)

 

PLX

ÍSAFJÖRÐUR!!!!!! TAKK FYRIR OKKUR BEAUTIFUL PEOPLE!!!

 

U.S.I.

‎Aldrei fór ég suður Takk fyrir okkur !!! þetta var geðveikt !!!

 

Virtual motion

Þökkum kærlega fyrir viðtökurnar á Aldrei fór ég suður! Við skemmtum okkur konunglega, takk fyrir okkur!

 

Valdimar

Þökkum öllum fyrir góðar viðtökur og hrikalega góða stemmingu á Aldrei fór ég suður, þið gerðuð kvöldið !

 

Nýdönsk

Þökkum Ísfirðingum hlýjar móttökur á Aldrei fór ég suður!

 

Benni Sig

Er í skýjunum yfir rokkhátíðinni. Þakka öllum þeim frábæru listamönnum sem gerðu þetta atriði mitt að veruleika og ykkur öllum fyrir að horfa. Ég verð nú að segja að Bergur Ingi Guðmundsson var kóngur kvöldsins að öllum öðrum ólöstuðum.

 

Jónas Sigurðsson

Aldrei fór ég suður takk fyrir okkur! Höfðinglegar móttökur og frábær félagskapur. Sannarlega ógleymanleg upplifun að vera með í þessu.

 

Miri

ÁFRAM ÍSAFJÖRÐUR! Takk fyrir okkur! og lengi lifi Aldrei fór ég suður!

 

Mr. Silla

Við skemmtum okkur rosarosa vel og hlökkum til að koma aftur!

 

Páll Óskar

Vá! Hvað get ég sagt? Annað en takk elsku Ísafjörður fyrir svakalegustu móttökur EVER, á fallegustu og skemmtilegustu tónlistarhátíð sem ég hef upplifað. ALDREI FÓR ÉG SUÐUR hátíðin er gjörsamlega búin að pakka saman páskunum. Jón Þór, Mugison og Mugipabbi eiga heiður skilinn fyrir alla gjafmildina og örlætið. Uppáhaldið mitt í gær ...var Lazyblood (næsta Peaches), FM Belfast (bara húkkarar í öllum lögum) og Marlon og Tanja komu öllu liðinu á hreyfingu á 0,1 sek. Ég bilaðist.

 

Sokkabandið

Þakkar kærlega viðtökurnar á Aldrei fór ég suður!! Þetta var geðveikt!!!!

 

Sóley

Takk Aldrei fór ég suður fyrir mikla snilld! þetta er uppáhaldshátíðin mín!

 

Sólstafir

Aldrei fór ég suður var frábært. Takk allir saman !

 

Sammi Samm

Var að koma heim frá Ísafirði eftir geðveika party-stuð-bombu-páska-aldreifórégsuður-gúrmeidúdda-helgi
Papamug og Mugison eiga heiður skilið fyrir þetta framtak og allir sem að þessu stóðu.
HEY BOB-A RIBA !

 

The Vintage Caravan

Þvílíkur heiður sem okkur hlotnaðist að fá að ljúka Aldrei fór ég suður 2011! Við viljum þakka ykkur öllum sem horfðu á okkur, það var geðveikt að fá að spila fyrir ykkur!!!

 

Já og takk fyrir okkur, líka!