| miðvikudagur 9. apríl 2014

„Aldrei fór Rass suður" - ljósmyndarinn Hörður Sveins opnar Aldrei albúmið sitt!

Ljósmyndarinn Hörður Sveinsson hefur verið tíður gestur á Aldrei fór ég suður gegnum árin - þau ykkar sem hafa ekki rekist á þennan glaðlynda rauðhærða stuðbolta í Aldrei þvögunni (eða kostulegum eftirpartýum páskanna) hafa allavega bókað notið sýnar hans á hátíðina gegnum einhverjar þeirra fjölmörgu mynda sem hann hefur fangað þar. „Ég hef sótt hátíðina sjö sinnum og alltaf skemmt mér konunglega,“ segir Hörður í feis-spjalli. „Fyrst kom ég þangað árið 2005 og hef átt erfitt með að slíta mig frá síðan. Þarna finnur maður gott fólk, góða stemmningu og síðast en ekki síst góða tónlist."
 
Hér til hliðar má sjá úrval mynda sem Hörður valdi úr sarpi sínum ásamt stuttum skýringum frá honum, en hægt verður að sjá fleiri myndir eftir Hörð á ljósmynasýningu sem haldin verður í tengslum við hátíðina í ár.   
 
 
Aðspurður um eftirminnilegasta atvikið segir Hörður erfitt að velja. „Á hátíðinni árið 2012 týndi ég rándýrri myndavél á föstudagskvöldinu og hélt hún væri horfin að eilíf. Svo hringir alltíeinu síminn daginn eftir - þá hafði einhver random maður fundið hana og þekkt vinkonu mína sem var á einni mynd á myndavél , hringt í hana og svo mig. Mikið sem ég var þakklátur.“
 
„Pulsucrowdsörf Agent Fresco trommarans Hrafnkels á tónleikum Reykjavík!ur var rosalegt. Trabant árið 2005, þegar Pétur Vals var dreginn upp á svið og Rassi prump hömpaðist á honum. Eftirminnilegasta og sjúskaðasta eftirpartý sem ég hef á ævi minni farið var svo á Aldrei fór ég suður, á vistinni árið 2009. Og svo margt fleira. Vá, sjáumst um páskana!
 
- Haukur S Magnússon