Ágúst Atlason | föstudagur 9. mars 2012

Aldrei fór ég suður - 9 ára!

Jæja elskurnar mínar. Hér er ansi mörgum spurningum svarað í góðri samantekt frá Rokkstjóra vorum, Jóni Þór Þorleifssyni kraftaverkamanni. Lesið lengra og lærið:

  • Hvenær er hátíðin.
  • Nýtt húsnæði.
  • Foreldrar hátíðarinnar í ár.
  • Fyrstu 10 böndin.

Tímasetning
Að vanda verður hátíðin haldin um páskahelgina og munu tónleikarnir fara fram Föstudaginn langa. 6. apríl og laugardaginn 7. apríl. Skírdaginn 5. apríl verður sérstök upphitun í Ísafjarðarbíó þar sem munu koma frá landsfrægir skemmtikraftar og tónlistarmenn.

Aldrei fór ég suður og nýtt húsnæði!

Þær stórkostlegu fréttir voru að berast að rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hefur fengið nýtt heimili. Eigendur Skipanausts hafa lánað Aldrei fór ég suður húsnæði sitt til að halda hátíðina. Við aðstandendur hátíðarinnar höfum í mörg ár horft á Slippinn með dreymandi augum og því er það okkur mikil gleði að færa þessar fréttir.
 
Aðal hindrunin okkar hingað til á því að vera í Skipanausti er sú staðreynd að þetta er slippur og því er húsið ekki með gólf sem hentar til tónleikahalds. Á þessu vandamáli fannst góð lausn og hefur Eimskip tekið að sér að flytja vestur á Ísafjörð gámafleti og lána hátíðinni til að útbúa gólf í Skipanaust. Þessi lausn og rausnarlegt framlagt hjá Eimskipum til hátíðarinnar gerir okkur mögulegt að vera í Skipanausti.
 
Húsnæði Skipanausts er á suðurtanga Eyrarinnar á Ísafirði og verður gólfflötur tónleikanna um 500 fermetrar. Mikill kostur við húsnæðið okkar nýja er aðgengi tónleikagesta og aðstaða í kringum húsið og vonum við að nýtt hús hátíðarinnar eigi eftir að gleðja ykkur jafn mikið og okkur.
 
Enn og aftur viljum við þakka aðstandendum Skipanausts og Eimskipa fyrir rausnarlegt framlag til hátíðarinnar okkar!


Foreldrar hátíðarinnar í ár
Eins og undanfarin ár þá er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og gerir það okkur kleift að sleppa því að rukka aðgangseyri. Dyggileg aðkoma fyrirtækja hefur tryggt hátíðinni fjármagn til þess að halda hátíðina. Í ár hefur hátíðin eignast nýjan hóp foreldra og erum við mjög stolt af þessum hópi!

Þetta eru:


Fyrstu 10 böndin!
Á hátíðinni munu koma fram um 30 hljómsveitir. Þetta verður góð blanda af hljómsveitum og höfum við passað uppá að blanda saman fjölbreyttum lista af hljómsveitum.

Ertekkiað DJÓKA, þetta er G E Ð V E I K T !