Ágúst Atlason | miðvikudagur 11. apríl 2012

Aldrei fór ég suður 2012

Lokaorð Jóns Þórs Rokkstjóra:

 

Nú er níundu Aldrei fór ég suður lokið og þvílíkur fjöldi hefur ekki sést áður á hátíðinni. Það var það okkur mikil ánægja að sjá að gestirnir okkar skemmtu sér bæði vel og fallega.

 

Við erum frekar montin af því að 18 af þeim 32 böndum sem komu fram á hátíðinni í ár eru að fullu eða einhverjum hluta mönnuð af Vestfirðingum. Þetta sýnir okkur að það er ekki bara mikið af tónlistarfólki hér fyrir vestan heldur er ansi mikið af mjög góðu tónlistarfólki hér fyrir vestan! :)

 

Ég gæti tekið nokkra daga í það að telja upp alla þá sem aðstoðuðu okkur við að gera hátíðina að því sem hún var en hættan er alltaf sú að gleyma einhverjum, því vil ég bara segja eitt stórt TAKK við alla þá sem hjálpuðu og metum við þessa aðstoð mjög mikils. Svo einfalt er það að án ykkar hefðum við aldrei getað massað þessa hátíð!

 

Takk kærlega fyrir allt og við hlökkum til að sjá ykkur að ári!

 

Rokkstjórinn