Ágúst Atlason | fimmtudagur 29. mars 2012

Aldrei fór ég suður 2012 - Listinn allur!

Fréttatilkynning frá Rokkstjóra vorum og uppstillingarnefnd:

 

Nú styttist í níundu Aldrei fór ég suður hátíðina og hefur sérstök uppstillingarnefnd hátíðarinnar lokið sinni vinnu. Hér fyrir neðan er listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

Að vanda verður hátíðin haldin á Ísafirði á páskahelginni og munu tónleikarnir fara fram föstudaginn 6. apríl og laugardaginn 7. apríl. Þess fyrir utan verður upphitun fyrir hátíðina fimmtudagskvöldið 5. apríl í Ísafjarðarbíó.

 

Foreldrar hátíðarinnar í ár

Eins og undanfarin ár þá er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og gerir það okkur kleift að sleppa því að rukka aðgangseyri.

Svo verður einhver að passa uppá að við pissum ekki í buxurnar. Til þess eru foreldrar. Í ár hefur hátíðin eignast nýjan hóp foreldra og erum við mjög stolt af þessum hópi.

 

Foreldrar okkar í ár eru:

 • Flugfélag Íslands
 • Landsbankinn
 • N1
 • Orkusalan 
 • Menningarráð Vestfjarða

Tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður verður streymt á vef Inspired by Iceland
Hægt verður að fylgjast með tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í beinni útsendingu á vef Inspired by Iceland. Hátíðin fer fram á Ísafirði um páskahelgina og verður sent út báða hátíðardaganna, föstudag 6. apríl frá kl. átta, og laugardag 7. apríl frá kl. sex, og eru Íslendingar hvattir til að láta vini og vandamenn erlendis vita af útsendingunni. Þetta er í annað sinn sem Aldrei fór ég suður er streymt á vef Inspired by Iceland, en hátíðin var einnig send út í fyrra. Þá fylgdust um 26.000 manns með beinni útsendingu frá tónleikunum. Útsendingin er í samstarfi við skipuleggjendur Aldrei fór ég suður, Ísafjarðarbæ, Markaðsstofu Vestfjarða, Útflutningsskrifstofu Íslensrar tónlistar, og RÚV.  Þá mun Inspired by Iceland og ÚTÓN bjóða fimm erlendum blaðamönnum frá virtum tónlistartímaritum að heimsækja Ísafjörð um páskanna og kynna sér íslenska tónlist. „Þessi vinalega hátíð á Ísafirði hefur vakið mikla athygli erlendis, enda um einstakan viðburð að ræða,“ segir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnastjóri Inspired by Iceland. „Við hvetjum Íslendinga til þess að láta vini og vandamenn erlendis vita af þessari útsendingu. Þetta er frábært tækifæri til að kynna íslenskt tónlistarfólk, og færri eru betur til þess fallnir að kynna íslenska menningu en hinir vingjarnlegu Ísfirðingar.

 

“Hátíðin, sem er hugarfóstur ísfirska tónlistarmannsins Mugison, fer nú fram í 9. skipti og verður mjög vegleg í ár. 

 

 

Dagskrá

 

Að vanda verður hátíðin haldin um páskahelgina og lítur dagskráin svona út:

 • Fimmtudagur 5. apríl - Kl. 21:00 - 00:00  Upphitunarkvöld í Ísafjarðarbíói  - Stand up og tónlist 
  Kl. 20:00 - 22:00 Stuð, stuð, stuð. Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Kvöldstund um tónlist með Dr. Gunna. Saga íslenska rokksins og poppsins 1950 – 2010.
 • Föstudagur 6. apríl - Kl.18:00 - 01:00   Rokkhátíð alþýðunnar verður haldin á Grænagarði, í KNH-skemmunni.
 • Laugardagur 7. apríl - Kl.16:00 - 01:00  Rokkhátíð alþýðunnar verður haldin á Grænagarði, í KNH-skemmunni. 

Hljómsveitir sem koma fram árið 2012:

 • Áttavilltir
 • Cutaways
 • Gang Related
 • Gógó píur
 • Hótel Rotterdam
 • Jón Jónsson
 • Legend
 • Mugison
 • Orphic oxtra
 • Páll Óskar og Sunnukórinn
 • Skálmöld
 • Skúli Þórðar
 • Svavar Knútur
 • Sykur
 • Vintage caravan
 • 701
 • Biggibix
 • Dúkkulísur
 • Gísli Pálmi
 • Gudrid Hansdottir
 • HAM
 • Ketura
 • Klysja
 • Lori Kelley
 • Muck
 • Nolo
 • Pollapönk
 • Postularnir
 • Retro Stefson
 • Reykjavík!
 • Snorri Helgason
 • Þórunn Antonía

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í gegnum netfangið rokkstjori@aldrei.is.

 

Maður gerir ekki rassgat einn! - Mugison 2012