Ágúst Atlason | mánudagur 11. mars 2013

Aldrei fór ég suður 2013 - Listinn allur!

Fréttatilkynning frá Rokkstjóra vorum og uppstillingarnefnd:


Nú er komið að því að opinbera allar þær hljómsveitir sem koma fram á Aldrei fór ég suður, árið 2013. Uppstillingarnefnd hefur skilað af sér endanlegum lista eftir mikla vinnu síðan í byrjun janúar. Það er bæði flókið og skemmtilegt að setja saman þennan lista, en alltaf er erfiðast og um leið leiðinlegast að þurfa að afþakka boð allra þeirra hljómsveita sem vilja koma vestur en komast ekki að.

 

Að vanda verður hátíðin haldin á Ísafirði á páskahelginni og munu tónleikarnir fara fram föstudaginn 29. mars og laugardaginn 30.mars.

 

Foreldrar hátíðarinnar í ár:

Eins og undanfarin ár þá er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og gerir það okkur kleift að sleppa því að rukka aðgangseyri. Svo verður einhver að passa uppá að við pissum ekki í buxurnar. Til þess eru foreldrar. Í ár hefur hátíðin eignast nýjan hóp foreldra og erum við mjög stolt af þessum hópi.


Foreldrar okkar í ár eru:

 

Dagskrá:


Að vanda verður hátíðin haldin um páskahelgina og lítur dagskráin svona út:

Föstudagur 29. mars kl. 14:00 - 17:00 - Ráðstefna um Rokk á Íslandi - Nú í ár líkt og fjögur síðustu bjóða Kraumur-tónlistarsjóður og Aldrei fór ég suður uppá samræðugrundvöll tónlistarmanna auk annarra gesta um landslag tónlistar á Íslandi. Síðustu ár hafa ráðstefnugestir tæpt á ýmsum málum og stungið á kýlum, m.a. hefur verið rætt um aðildarfélög eins og STEF, FTT, FÍH og svo fr., um stafræna útgáfu, um tónleikamenningu og textagerð en í ár verður rætt um stelpurokk.

 

Föstudagur 29. mars - Kl.18:00 - 00:00 Rokkhátíð alþýðunnar verður haldin á Grænagarði, í KNH-skemmunni.

 

Laugardagur 30. mars - Kl.18:00 - 00:00 Rokkhátíð alþýðunnar verður haldin á Grænagarði, í KNH-skemmunni.
Hljómsveitir sem koma fram árið 2013:

 

 • Abbababb
 • Blind Bargain
 • Borkó
 • Bubbi Morthens
 • Dolby
 • Athygli/Attention
 • Fears
 • Futuregrapher
 • Hörmung
 • Jónas Sig
 • Langi Seli og skuggarnir
 • Lára Rúnars
 • Monotown
 • Mugison
 • Ojba Rasta
 • Oyama
 • Prinspóló
 • Ragga Gísla og Fjallabræður
 • Rythmatik
 • Samaris
 • Sin Fang
 • Skúli Mennski
 • Sniglabandið
 • Stafrænn Hákon
 • Valdimar
 • Ylja


Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í gegnum netfangið rokkstjori@aldrei.is.


Maður gerir ekki rassgat einn! - Mugison 2012