Birna Jónasdóttir | miðvikudagur 2. apríl 2014

Aldrei fór ég suður 2014 - Böndin!

 

Hólí B. Mólí, nú er loksins búið að tilkynna fleiri bönd á Aldrei fór ég suður 2014! Og hvílík gleði, það er hreinlega allt yfirflæðandi í svakalegri músík í ár—reyndar eins og venjulega (þú finnur alltaf bestu músíkina á AFÉS, það vita allir).

 

Jæja, tími til kominn að kíkja í pakkann! Hvað er í gangi, hvað er títt, hvað er nýtt?

 

Nú, við vorum áður búin að frétta að Ísafjarðarvinirnir Maus munu spila ásamt Retro Stefson, Cell 7, Mammút, Grísalappalísa, Tilbury, DJ flugvél og geimskip og dansverkefnið Glymskrattinn munu koma fram. En hvað bætist við?!?

 

Bíddu—þetta er rosalegt—hér er listinn!

 

Helgi Björnsson og Stórsveit Vestfjarða

Hólí mólí! Hólí B!

 

Hermigervill

-Ættaður úr Vigur, sannkallaður sigur, Hermigervill fær alla til að dansa. Alltaf.

 

Hver svo sem sigrar Músíktilraunir í ár

Já, sigursveit (eða listamaður/kona) Músíktilrauna í ár ætlar að gleðja AFÉS gesti!

 

Highlands

Logi úr Retro Stefson hristir fram hressilega danstóna!

 

Contalgen Funeral

Þetta er svona jarðarför sem maður dansar í!

 

Rhythmatik

-Heimadrengirnir sjálfir, Suðureyrarskelfar, Súgandamögrar!

 

Markús & The Diversion Sessions!

Markús spilaði eitt sinn á AFÉS með Skátum sælla minninga. Þessa páskana tryllir hann lýðinn með flutningi á eigin verkum, en hann átti einmitt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í fyrra!

 

Lón

Lón sjá um að enginn verði lónlí!

 

Kött Grá Pjé

Ljóðræn Eyfirsk hiphop reggí sveifla eins og hún gerist best!

 

Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Búgíband Skúla mennska

Ball ball ball ball ball ball ball ball ball ball ball ball ball

 

Dusty Miller

Dustar af okkur rykið!

 

Lína Langsokkur

Hún lyftir hestum og rokkar sviðið, getur ekki klikkað!

 

Sólstafir

Sonur Ísafjarðar, Addi Tryggva ásamt tryggri hljómsveit sinn. Skærustu metalstjörnur Íslands – og þótt víðar væri leitað!

 

Hemúllinn

Síst múlbundinn!

 

Rúnar Þórisson

Grafíski heimadrengurinn sýnir án efa gamalkunna takta sem alltaf kveikja í Ísfirðingum og nærsveitungum.

 

Kaleo

Vinsælasta hljómsveit síðasta árs boðar vorkomu, þó Vaglaskógur sé fjarri góðu gamni.

 

Snorri Helgason

Sprengihellirinn Snorri stendur alltaf fyrir sínu, enda tónlistarmaður af guðs náð.

 

---

 

Vá! Þetta er aldeilis lænöpp! Hvílíkt fjör sem verður hjá okkur, ja sei sei!