Snorri Örn Rafnsson | sunnudagur 6. mars 2016

Aldrei í Rokklandi!

Rás 2 heldur áfram að fjalla um Aldrei fór ég suður og styður vel við bakið á okkur eins og þau hafa alltaf gert.

Aldrei lagði sumsé undir sig fyrri helming Rokklandsins í dag, enda mætti Óli Palli á blaðamannfundinn okkar góða og tók herlegheitin upp.
Ásamt því að spila upptökur af gömlum hátíðum, þá spilar hann efni sem hann tók upp á téðum fundi, eins og til dæmis ræðuhöld og slíkt.

Afar fróðleg og skemmtileg umfjöllun hjá honum Óla Palla.

Rokkland 6. mars 2016 í Sarpinum.

Svo ef þið misstuð af Hanastélinu títtrædda þá er hægt að hlusta á þann þátt hérna.

Hanastél 5. mars 2016 ís Sarpinum.

Takk Rás 2 fyrir þrotlausann stuðning ykkar við íslenska tónlist og íslenskt tónleikahald um land allt í gegnum árin.