Snorri Örn Rafnsson | mánudagur 21. mars 2016

Aldrei nálgast óðfluga!

Nú er farið að verða all verulega stutt í hátíðina okkar.
Ekki nema örfáir dagar í herlegheitin.
Undirbúningurinn fer að nálgast hámark og allir sem standa að þessu apparati eru sveittir frá toppi til táar og hamast eins og rjúpan við staurinn og allt það.
Þá er nú gott að vita af öllum þeim sem standa fast við bakið á okkur og hjálpa okkur á svo marga vegu.
Til dæmis má nefna Orkusöluna, sem hefur stutt vel við bakið á hátíðinni í langan tíma.
Eða eins og þeir segja sjálfir á vef sínum
"Það er okkur ljúft og skylt að auka veg og hróður þessarar einstöku hátíðar sem fer aldrei úr tísku, aldrei úr stuði og aldrei suður."

Þeir skelltu í helvíti flott lag í fyrra sem minnti okkur dyggilega á að Aldrei fór ég suður er alls ekki einstaklingsframtak heldur stórmerkileg samvinna frábærra aðila sem alltaf endar sem meiriháttar hátíð.
Og að maður gerir ekki rassgat einn!