Ágúst Atlason | miðvikudagur 13. apríl 2011

Aldrei neglur fara í sölu í dag!

Þá er komið að því! Núna fara að týnast inn vörur sem hafa verið framleiddar fyrir hátíðina í ár. Við í söluvarningshópnum erum búin að liggja yfir hugmyndum, exelskjölum og kaffibollum sem hafa verð með kaffi í en stundum tómum. Við byrjuðum með heilan haug af hugmyndum, sumar frábærar, sumar of klikkaðar, aðrar glataðar en oftast skemmtilegar. Eftir að hafa farið vandlega yfir öll mál sem tengist svona dótaríi eins og t.d. peningar og framkvæmd að þá komust við að lokum að niðurstöðu um það sem ætti að framleiða. Við vonum að allir verði ánægði með vörurnar í ár og verði duglegir að styrkja hátíðina með því að fjárfesta í AFÉS varning..


Allar vörur á vegum Aldrei fór ég suður verða seldar í Bókhlöðunni á Ísafirði og fyrstu vörurnar fara í sölu í dag! Við erum að tala um Aldrei fór ég suður gítarneglur sem hver einasti rokkari þarf nauðsynlega að næla sér í. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þótt að Ísafjörður sé mikill tónlistarbær að þá spila samt ekki allir á gítar þannig við ákváðum að gera líka gítarneglueyrnalokka og lyklakippur. Hver er að fara að bjarga gítarpartýinu þegar grumpí gítarleikarinn neitar að spila án þess að vera með nögl? Gellan með Aldrei fór ég suður gítaerneglurnar í eyranu! Ó já.


Þessar vörur eru frábærar minjagripavörur, kosta lítið og auðvelt að kippa með sér. Tilvaldar til að senda erlendis eða gefa barnabörnunum fyrir utan hvað þær eru einfaldlega töff.


Hægt er að skoða betur neglurnar hér í vöruhorninu okkar hér á síðunni.
Fleiri vörur munu koma inn á næstu dögum svo fylgist vel með hér á aldrei.is!

 
Fyrir hönd söluvarningshópsins,

Marta Sif söluvarningsmamma