Ágúst Atlason | miðvikudagur 4. apríl 2012

Allir saman nú!

Á mánudaginn mætti frækinn hópur fólks og hjálpaði til við að þrífa KNH skemmuna sem hýsir hátíðina í ár. Þar sannast að margar hendur vinna létt verk. Við erum ykkur þakklát sem mættuð og nú gefst annað tækifæri til að láta ljós sitt skína og taka þátt í ævintýrinu með okkur :)

 

Eins og Rokkstjórinn orðaði það:

Það mættu milli 12 og 15 manns í þrifin.

Tók okkur innan við 3 tíma að taka til og þrífa gólf og veggi.
gekk súper vel og húsið er hreint og klárt fyrir tónleikahaldið fína :)

 

Látum fylgja fréttinni nokkrar gemsa myndir, teknar af Rokkstjóranum sjálfum.

 

Hér var að berast ákall frá Rokkstjóra vorum, láttu ekki þitt eftir liggja í þetta sinn!

 

Allir saman nú!
Okkur vantar sjálfboðarliða í dag - eru ekki einhverjir í stuði? - maður gerir ekki rassgat einn! :)

Kl. 18:00 4 - 6 stk til að flytja dýnur og og rúmföt á heimavistina frá Hafnarskrifstofunni. 

Mæting kl. 18 á Hafnarskrifstofuna.

Kl. 18:00 6 stk til að hjálpa við smíða smiðið með Ómari Helga. Það þarf að setja upp svið og þessháttar.

Mæting kl. 18 í KNH skemmuna

kv
Rokkstjórinn