Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 3. apríl 2015

Allt að gerast!

Þegar þetta er ritað eru einungis nokkrar mínútur í að hátíðin verði sett í Ísafjarðarkirkju, og tónleikarnir hefjast svo skömmu seinna.
Í kirkjunni koma fram Himbrimi, Júníus Meyvant, Guðrið Hansdóttir og Valdimar Guðmundsson.
Alls ekki missa af þessum frábæru opnunartónleikum Afés 2015.

Ef þú ert hinsvegar fastur í öðru bæjarfélagi eða jafnvel öðru landi, þá er engin ástæða til að örvænta.
Internetið og RUV bjarga því.

 

Við erum með okkar eigið vefvarp hérna á Aldrei.is sem mun sýna frá tónleikunum þráðbeint, auk þess sem þeir eru í beinni á rás 2, ruv.is og auk þess sýndir á ruv2.

 

Ríkisútvarpið rás 2 og rúv eiga miklar þakkir skilið fyrir þeirra aðkomu að hátínni, sem batnar og eykst með ári hverju.

 

Svo klukkan 22:00 í kvöld er upplagt að bregða sér í Alþýðuhúsið og láta Hugleik og Sögu kitla hláturtaugarnar, og fá væna skvettu af menningu Kæsta Safírsinns, sem er stórkostlegt atriði í alla staði.