Aldrei fór ég suður | miðvikudagur 31. mars 2010

Allt fram streymir

Allt fram streymir endalaust. Snerpa og Vodafone ætla að standa að streymi frá tónleikunum þetta árið svo gestir um víða veröld geti fylgst vel og rækilega með. Fyrirtækin eiga þakkir skildar fyrir þetta framtak sem verður til þess að menn þurfa ekki að missa af nema rétt um mínútu af tónleikunum ef þeir þurfa að bregða sér heim til að skipta um föt eða fá sér að borða.