Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 30. mars 2018

Atería opnar hátíðina 2018

Aldrei hefur núna í all nokkur ár verið í stórgóðu samstarfi við Músíktilraunir og hafa sigurvegarar þeirra fengið fastan sess í dagskránni okkar.

Í ár er engin breyting á því, og þó að úrslitin hafi ekki legið fyrir fyrr en um síðustu helgi þá munu stelpurnar í Ateríu mæta hingað á Ísafjörð galvaskar og vera fyrstar hljómsveita á sviðið.

Þessar þrjár ungu stúlkur eiga framtíðina svo sannarlega fyrir sér í tónlistinni og við hjá Aldrei erum stolt af að fá þær á sviðið okkar í skemmunni góðu.

Þær munu byrja að spila klukkan 19:30 eftir góða upphitun frá DJ Jóni Páli.

 

Allir að mæta í blíðunni og fá sér drykk og mat í kroppinn og hlusta á frábæra tónlist!

Djöfulli er gaman!