| sunnudagur 13. apríl 2014

Besta afmælisveisla í heimi!

Hólí Móli Fimm dagar í bestu afmælisveislu í heimi og það er svo sannarlega margt að frétta!

 

Ísafjörður er að verða tilbúinn í hátíðina og skartar sínu fegursta í dag.

 

Við þurfum því miður að byrja á því að tilkynna ykkur að tvö atriði hafa þurft að afboða sig en það eru Glymskrattinn, eins og kom fram hér : http://bb.is/Pages/26?NewsID=187481 

Annað atriðið er Tilbury en ástæðan fyrir því er of mikil hamingja í lífinu hjá sumum meðlimum bandsins! 

 

En á eftir slæmum fréttum er gott að fá góðar fréttir og það er okkur sönn ánægja að tilkynna að þrjú atriði hafa bæst í hópinn, en það eru : 

 

 

 

 

* Ef þið smellið á nöfnin getiði kynnt ykkur þessi atriði betur og komið ykkur í blússandi stuð fyrir næstu helgi


Nú er bara að klára munstrið í lopapeysunni, leggja hashtagið á minnið #aldreiforegsudur og koma sér í rokkgírinn! 

 

Vá. Hvað þetta verður gott afmæli!