Ásgeir Helgi Þrastarson | föstudagur 9. mars 2018

Blaðamannafundur 2018!

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn blaðamannafundur þar sem endanleg dagskrá hátíðarinnar var kynnt ásamt varningnum sem er í boði í ár.

Boðið var uppá bakkelsi frá Gamla Bakaríinu á Ísafirði og Hrafnkell Hugi (söngvarinn í Rythmatík!) mætti með páskaglöggblönduna sína sem verður til á hátíðinni. Pétur Markan klæddi sig í AFÉS boli, hettupeysu, kraftgalla, húfu og var módel dagsins. Í lok fundarins mættu forsvarsmenn helstu bakhjarla og fengu sér sjálflýsandi tattoo saman. Hversu töff er það?

Deginum lauk ekki hér því blaðamennirnir fóru í smá óvissuferð yfir í Súðavík þar sem þau heimsóttu Sætt & Salt súkkulaðiverksmiðjuna og fengu besta súkkulaði landsins, þvílík veisla fyrir bragðlaukana! Förinni var síðan heitið aftur á Ísafjörð í mat á Húsinu og labbað í gegnum bæinn til að heimsækja Harðfiskverkun Finnboga. Þar fengu blaðamenn að smakka á alvöru ísfirsku sælgæti.

Í staðin fyrir að lesa og ímynda ykkur allt þetta, þá komu Gústi og Geiri frá Gústi Productions með í ferðina og tóku myndir ásamt myndbandi, sem sjá má fyrir neðan. Njótið!