Ágúst Atlason | mánudagur 2. apríl 2012

Blaðamannafundurinn&Vigurferðin í hreyfimyndum

Blaðamannafundurinn og Vigurferðin sem farin var síðastliðinn fimmtudag hefur vakið mikla athygli víða. Það hefur mátt lesa í miðlunum fréttir af hátíðinni frá blaðamönnunum og víða verið drepið niður. Hátíðin er að fá flotta athygli um land allt vegna þessara kynningaratriða og láta blaðamenn vel af, að fara í nett vestfirsk ævintýr.

 

Nú hefur fréttastofan Kjálkinn bryddað upp á þeirri nýbreytni að búa til vídeó fréttir í svona documentary stíl og er skemmtilegt á að horfa. Er það önfirska mafían stendur á bakvið þessar video fréttir, þeir Eyþór Jóvins spyrill, Önni Páls(Palla Önna stórljósmyndara) sér um myndatökur og Diddi(Kristján Torfi Einarsson) er þulur.

 

Hérna má horfa á þetta stórskemmtilega vídeó, þarna má finna fræðandi viðtöl við Rokkstjóra vorann og sjálfan Mugison. Einnig er þarna unplugged fluttingur af Gúanóstelpunni í boði Mugison.

 

Njótið!