Andri Pétur Þrastarson | mánudagur 25. apríl 2011

Blautt sjóðandi stuð!

Laugardagur.  2. í hátíð.

Veðrið lék ekki beint við hátíðargesti á seinni degi hátíðar en fáir létu það á sig fá að eitthverju viti og hefur það í besta falli kælt í nokkrum heithausum.

Klassart hófu leika að þessu sinni, en meistari Páll Óskar var þá enn á leiðinni í firðina fögru.  Klassart spiluðu fyrir troðfullu húsi og stóðu sig vel.  Páli var síðan ákaft fagnað af ungum sem öldnum þegar hann mætti og renndi í gegnum hittara fillt sett sitt.  Yngri kynslóðin tók honum sérstaklega vel, söng og klappaði.  Þegar Páll lauk gaf hann áritanir hjá sölubás AFÉS og var að til klukkan 9! 

Back to back mættu svo næstir á svið, vel hattaðir og kynntu gesti fyrir ekta country-i.  Perla Sig fylgdi fast á eftir með fríðu föruneyti, og flaug lipurlega í gegnum ljúfar ballöður sína, áheyrendum til yndisauka.  Þýski-íslendingurinn Lars Duppler tók svo við og heillaði konur og menn með progjözzuðum þjóðlögum.  Mirstrumentið tókst svo á loft undir stjórn Mugison, og hann gjörsamlega átti salinn.  Ánægjan minnkaði svo sannarlega ekki þegar lúðrasveitinn slóst í för með honum.

Lazyblood fylgdu eftir með blackmetaltransi sem hitti beint í mark.  Fallegu drengirnir í Miri fylgdu svo á eftir með instrumental hunangi.  Bjartmar massaði svo Eddie Vedder taktana og náði upp sannri stadium rock tilfinningu sem var góð upphitun fyrir kvenhetjurnar í Sokkabandinu sem höfðu greinilega engu gleymt.  Grafík náðu svo sannarlega að fanga stemminguna þegar þeir sungu: Mér finnst rigningin góð, við undirleik rigningarinnar.  Klikkuð dirty bass stemming tók svo við þegar plx kanínan, og skræpótti samfestingurinn slengdi öllum í dans.  Benni Sig stóð svo við stóru orðin og crowd surfaði með stæl,  og bandið sló hvergi á feilnótu, hvorki í spili né framkomu.  Ensímí sáu svo þreyttum vöðvum fyrir prótíni og gerðu stemmaran enn massífari.  Fm Belfast tóku næst við og fékk alla til að hoppa í gleði geimi og öskra að þeir vilji ekki sofna.  Sem er vel við hæfi fyrir Ibizafjörð. 

Sólstafir sýndu svo og sönnuðu hvernig á að rokka feitt, þó þeir hafi bara þurft tvö lög til að filla settið, var flutningur til fyrirmyndar og stemmarinn í botni.  The Vintage Caravan fengu svo þann heiður að slá botnin í hátíðina, Palli Sól var ákaft hvattur af þvögunni, og liðið var trítað ekta pentatóníska veislu að hætti meistara í Zeppelin og fleirri góða.

Hátíðin í ár var frábær, ég vill þakka fyrir mig og fá að taka þátt.  Sjáumst að ári!

 

Smá skilaboð frá Gústa:

Nokkrar myndir með, en vegna tímaleysis voru þær ekki fleiri, en úr því verður bætt all snarlega á næstu dögum!