Andri Pétur Þrastarson | laugardagur 23. apríl 2011

Blússandi bullandi stuð!

Hátíðin fór vel af stað á löngum föstudegi.
Virtual Motion tóku það að sér að kikka stemmaranum af stað með sínum vel melta bræðingi.  Fólk týndist stanslaust inní hús allt kvöldið, þó að aðeins hafi lækkað í mannhafinu undir endan, og böllin byrjuð í hinum ýmsu bæjarhlutum.Sóley kom svo á svið með sínu fólki og sá um að allir væru með sólskinsbros á vör. 

Prinspóló var þriðja band á svið og stóðu svo sannarlega undir væntingum, Magnea nokkur fékk þann heiður að vera öðluð inní konungdæmi prinspóló og bar krúnuna vel.  Stuðið fékk svo ekki að falla um eitt Travolt allt kvöldið, Valdimar tók liðið með vel skúlptúruðum brass og sönglínu, Pétur Ben fylgdi eftir á fullum krafti.  Ný Dönsk stuðluðu svo að feiknar miklum meðsöng og handasveiflum.  Nýbylgjurokkararnir í Ég gáfu poppurunum ekkert eftir, og voru að öllum líkindum glaðir að geta spilað Sjónvarpið gæti selt okkur skít(kúk) í sjónvarpsútsendingu(þó á netinu sé).  Drengirnir í U.S.I. héldu svo uppi heiðri Grunnskólanema á Ísafirði(og forsetinn fyrir menntskælinga) og stóðu þeir sig stórvel.  Mr. Silla kastaði svo krúttklæðunum, mætti í skræpóttum spandex samfesting, boðaði sleik og rigndi svo rokki og brennisteini yfir liðið.  Funk kóngurinn Sammi Samm var í essinu sínu, leiddi mannskapinn inn í hei og húbb, sveitta brassa og búsáhaldabyltingu í funk formi.  Jón Sigurðsson fylgdi fast á eftir, og gaf hvergi eftir í stöðugu rokk bíti og heimspekilegum pælingum.  Yoda remote lokuðu kvöldinu, með svo þungum bassaslögum að þakið ætlaði að rifna af húsinu og sprungur mynduðist í steinsteyptu gólfinu. Fólk dansaði á plani, Daft punk would approve.

 

Allt í allt heppnaðist kvöldið stórvel, fíflaskapur virtist vera í lágmarki og klósett aðstaða var til fyrirmyndar.  Ég bíð spenntur eftir næstu lotu!

 

Gústi var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir, kíkið!

 

PS: Notið örvarnar til að fletta myndunum :)