Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 22. mars 2013

Bömmerpistill 2013

Varúð: eftirfarandi pistill er bömmerpistill dauðans, svo ef að þú þjáist af meðvirkni þá er er þetta örugglega ekki besta lesefnið með morgunkaffinu.

Ef þú hinsvegar ert einn af þeim sem gleðst yfir þjáningum annara(skammastu þín!) þá ert þetta tilvalið lesefni.

Ennfremur get ég ekki ábyrgst að íslenskan sem hér fram kemur verði ekki á köflum vafasöm ef ekki kolröng.  Að rugla á milli hollensku, ensku og íslensku snýr allri málfræði á haus.

 

Bömmerpistilinn 2013.

Hæ ég heiti Andri,  í ár verður í fyrsta skiptið(og vonandi það síðasta) sem að ég missi af Aldrei Fór ég suður, já ég fór suður, suður yfir hafið í leit að ódýrum bjór.  Og ég er á feitum bömmer.  Eða þú veist, lífið er læk tótallý fínt, ég bý með yndislegri unnustu minni í miðbæjaríbúð, umkringdur krúttlegt talandi fólki sem heldur að 0.2 metri á sekúndu og þrjú snjókorn séu stormur.  Og ég er búinn að fá páskaegg send frá bæði mömmu og tengdamömmu.

En þegar þú lifir, vitandi að því að þú ert að fara að missa af partýi ársins.  Þá er erfitt að sjá ljósið.

 

Síðustu vikur hef ég þrætt fornbókasöfn, skranbúðir og kastala hér á meginlandinu í leit að fjarflutninga galdri, leiðbeiningum að smíðum af portalbyssu, leiðarlyki eða fljúgandi ryksugu, án nokkurs árangurs.  

Í fyrrakvöld dimmdi ég ljósin inní stofu, bjó til kertahring á gólfinu og fór að syngja á keltnesku í von um að geta gengið á milla vídda.  En ég gekk bara á vegg.

Um daginn prufaði ég svo að hringja í fyrrverandi páfa og spurði hvort að hann væri ekki með einhver sambönd, gæti máske reddað mér kraftaverki. En hann sagði bara að ég ætti að tala við nýja gæjann. En þá fæ ég ekkert nema á sóninn hjá nýjapáfa. (Við nánari tilhugsun þá gæti þetta símtal hugsanlega hafa verið eftirfari höfuðhöggsins.)

 

Ég ætlaði að enda þennan pistill á flottu niðurlagi, binda innhaldið saman á snilldarmáta til að bæta upp fyrir þetta þunglyndisraus.  Tala um hvað lænuppið er geggjað, stemmingin mögnuð, hvernig enginn megi missa af þessu og hvað ég samgleðjist með öllum þeim sem komast.

En sorrý Stína, hér er engin Pollýanna.  Bara blákaldur raunveruleikinn.   Aldrei fór ég suður, ég sakna þín.  Mig langar að kíkja inní þig.  Ég vona að við hittumst að ári, svo ég get ég risið uppúr öskunni sem fögur diskódís.

 

Ég lifi við þá veiku von,að ef að Bubbi tekur Aldrei fór ég suður, á Aldrei fór ég suður, deilist 0 með π og alheimurinn fellur inní sjálfann sig, rýfur í sundur tíma og rúm svo að KNH skemman tilflyst inní stofu hjá mér.  

 

Kveðja, einn á bömmer.