Ágúst Atlason | fimmtudagur 5. apríl 2012

Dagskrá kvöldsins!

Dr. Gunni ætlar að reka sögu íslenskrar dægurtónlistar í Edinborgarhúsinu í kvöld 5. apríl á milli kl. 20-22. Dr. Gunni rekur þar sögu dægurtónlistar á Íslandi í máli, músík og myndum frá því á 19. öld til okkar daga. Hann byggir fyrirlesturinn á samnefndri bók sem kemur út í haust.

 

Þetta ætlar Dr. Gunni að gera fyrir 0 krónur og er að sjálfsögðu frítt inn, í anda Aldrei fór ég suður!

 

Er þetta hluti af atburðaröðinni Tónlistin frá ýmsum hliðum sem  Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir.

 

Stuð að eilífu - Missir ekki af því!

 

Á eftir því, kl: 22 munu nokkrir landsþekktir skemmtikraftar stíga á stokk og framleiða músík, fyndni og annað bland í Krúsinni. Verður þetta flott upphitun fyrir morgundaginn, og stuðmarkið sett hátt. Þar munu meðal annars koma fram Anna Svava, Arnar Arnarson og Hugleikur Dagsson. Lára Rúnars spilar svo nokkur lög og mun þetta verða undir handleiðslu Sigurjóns Kjartanssonar. Einnig munu "lókal" gæjar koma þarna fram en þeir Pétur Magnússon(Fallegi smiðurinn) og Hálfdán Bjarlki(Háli Slick) ætla að láta ljós sitt skína, fyrir okkur hin.