Ágúst Atlason | föstudagur 6. apríl 2012

Dellusafnstilboð fyrir minjagripaeigendur á AFÉS varningi

Það er margt í menningunni eins og maðurinn sagði, Dellusafnið á Flateyri er þar engin undantekning. Þeir eru með sérstakt AFÉS tilboð á morgun, hér er tilkynning frá þeim:

 

Dellusafnið á Flateyri verður opið laugardaginn 7. apríl frá kl. 11:00 til 17:00. Miðaverð er 500 kr. fyrir 13 ára og eldri. Athugið enginn posi á staðnum. Gestir rokkhátíðarinnar „Aldrei fór ég suður“ geta tryggt sér frían aðgang að Dellusafninu á morgun með því að sýna minjagrip frá hátíðinni við innganginn. Dellusafnið hvetur alla gesti „Aldrei fór ég suður“ til að kaupa minjagripi hátíðarinnar og styðja þannig við frábært menningarframtak.

 

Þá er bara að láta sjá sig!