| þriðjudagur 19. mars 2013

Eitt Hörmulegt kvöld í mars.

Æfingarhúsnæðið leit út fyrir að vera meðalstór skúr fastur inní vörulager; stálslegnar hillur meðfram tveimur veggjum og ógrynni af svæði til geymslu þar sem hljóðfæri lágu nú í hillunum. Sófar sátu í einu horninu og allt gert sem þægilegast. Hljómsveitarplaköt á einum veggnum og mögnurum komið fyrir í hring handan sófahornsins. Við komuna var mér gert ljóst að þetta væri fyrsta æfingin í þónokkurn tíma. (Gild afsökun sem var varla þörf eftir að ég heyrði hljóðið í þeim). Trommusettið í rólegheitum sett up. Pedalaborðið borið fram og monitorum komið fyrir og allt stillt í botn. Ég var ekki viss hvort nafnið Hörmung væri lýsing á tónlistinni eða póst-kaldhæðinn módernisminn sem býr í þessari svokölluðu Y'klám'kynslóð (sem öllum finnst gaman að kalla þau sem eru fædd eftir 90'). Til allrar hamingju var það hið seinna. Hljóðið frekar fínt þó menn væru að aðlagast. Æfingin var í heild sinni að minnsta kosti þrír tímar. Farinn að verkja í hnén en leiddist aldrei yfir hæfileikum Hörmungar djammandi til og frá í mörgum rokk stílum. Ég spyr viðkomandi hverjir séu í uppáhaldi/innblástri þessa stundina yfir smá hléi eftir þessar þrennar klukkustundir.

 

Þeir sem skipa hljómsveitina Hörmung eru þeir:

Brynjar J. Olsen (1995)
Einar Bragi Guðmundsson (1992)
Egill Bjarni Helgason (1996)

Slavyav Yordanov (1996)
Valgeir Skorri Vernharðsson (1994)

 

-Það er ákveðin þröngsýni að reyna flokka allt niður sem fyrst, ég er ekki viss sjálfur hvað ég myndi líkja við segi ég og reyni að veiða upp svör varðandi tónlistarstefnuna.

 

-Þessi hljómsveit byrjaði bara sem hugmynd fyrir nokkrum mánuðum, lok 2012. Við erum einhverstaðar á hardrock/metal skalanum varðandi tónlist segir Einar.
-Við erum auðvitað klassa dreampop-teknó segir Egill
-J-Pop! segir Brynjar
-K-Pop allan daginn! Mér þykir fyndnast þegar er verið að spyrja hljómsveitir í viðtölum og viðmælandi hefur aldrei heyrt í þeim. Maður nefnir fullt af hljómsveitum… Já við erum svona og svona en SAMT EKKI! Við erum samt allt öðruvísi! Segir Valgeir.
-Kannski bara 80's glam/hair metal segir Einar
-Slowpoke rokk segir Valgeir
-Steel Panther?! segir Einar

 

--Hvað með helsta innblásturinn?

 

-Tónlistarlega? Ætli það sé ekki Chris Martin úr Coldplay segir Egill.
-Randy Rhoads segir Einar
-Eigum við að finna einn? Ég get það ekki! Ég á mín skeið varðandi alla tónlist. Einmitt núna er það Indí rokk skeiðið segir Valgeir.

 

--En ef við segjum eyðimerkureyju plötuna--Hver er hún?

 

-Appetite for Destruction segir Einar.
-Simple Math með Manchester Orchestra, erfitt val segir Valgeir.
-Innblástur? Chad Kruger! Segir Slavyan en Brynjar móðgast smá.
-Nickelback?! Segir Brynjar.
-Ég ætlaði að segja bassaleikarann en ég man ekki hvað hann heitir svo söngvarinn bara. Mér finnst Nickelback gott! segir Slavyan.
-Madonna! En ég segi samt bara Slash segir Brynjar og allir taka undir.

 

--Hvernig verður að spila á sviðinu í ár? Hvað finnst ykkur um Afés?

 

Gleið bros allstaðar, egóið fyllir herbergið.

 

-Trúi ekki að við þurfum að fara mæta á æfingar! Þetta er náttúrulega haldið fyrir okkur segir Einar í gríni,,Been there done that'' allt hitt er aukaatriði
-Tittlingaskítur segir Egill með eitursvalansvip líkast á við sextugan rokkara
-Hver er Bubbi Morthens? skýtur Valgeir út.
-Auðvitað geðveikt! segir Slavyan
-Það er alltaf gaman að spila fyrir framan fólk, Sérstaklega þegar það tekur vel undir og horfir ekki á fæturna og stendur í hálfhring um sviðið. Það er verst og Íslendingum líkast. Hálfhringurinn hefur komið fyrir alla segir Valgeir.
-Annaðhvort er það ógeðslega rólegt eða ógeðslega brjálað, Það er engin miðja með Íslendinga sem tónleikagesti segir Slavyan.

 

--Fyrstu kynnin við tónlist?

 

-Píanó, 7 ára. Mamma las að það væri gott fyrir ofvirka krakka segir Egill.
-Trommur, frá blautu barnsbeini fyrst ég man það ekki. Ég var alltaf að lemja í borðin. En það voru trommur af því þá vissi ég ekki að stelpurnar vildu gítarleikarana segir Einar.
-Eins og sést núna síðan hann tók upp gítarinn þá veður Einar í konum skýtur Valgeir á hann. En ég byrjaði að spila 6 ára á harmonikku. Harmonikkan er auðvitað á meðal nettustu hljóðfærunum sem til eru. Ég spilaði á hana í fimm ár og ég kann varla staka nótu ennþá og það var enginn metnaður þangað til ég varð 14 ára og fór þá í trommur segir Valgeir.
-Ég byrjaði á blokkflautu af því að við vorum pínd í að gera það. Blokkflaututímarnir þegar maður var 5-6 ára segir Slavyan
-Blokkflautan eða svipan sko! Segir Valgeir.
-Gítar þegar ég var 12 ára. Eftir að ég sá Guns & Roses spila live þá langaði mig til og ég sökk dýpra í það segir Brynjar.

 

Klukkan var að slá á miðnætti þannig ég hafði það stutt og komin tími til að koma sér heim. Ég kvaddi Hörmung og reyndi að skrifa niður hvað ég heyrði nú þegar ég hafði smá tíma í að melta það. Þannig ég ætla ekki að reyna flokka það neðar en að spila hardrock með þéttum yfirbrögðum og á tvöföldum tempó en vanalega gerist. Bræla af trommutöktum og gítarsólóum. Gítarinn hans Einars flokkast næstum undir sludgerock/metal á meðan Gítarinn hans Brynjars er í 80s sólóum, Valgeir festir sig í nettum tvöföldum töktum á trommur, Slavyan bætir nokkrum tonnum af bassa undir rythm gítarinn, og 2006-esqe electro-synthar frá Agli fylgja með. Það er enging spurning á að mennirnir eru talentaðir þegar þeir ná að blanda slíku saman… Það er kemistrí í gangi. Ef þetta var fyrsta æfingin þá átti fólk eftir að tryllast undan sviðinu í einhverskonar rokk-kasti, verkja í hnén og hafa gaman af.