| laugardagur 19. apríl 2014

Ert þú á mynd?

Það er öllu tjaldað til í ár og þar má meðal annars nefna ljósmyndasýningu sem gefur okkur innsýn í aldrei stemmingu síðustu ára.

Ljósmyndirnar hanga á hingað og þangað um Ísafjörð, en staðirnir eru 

 

  • Ísafjarðarflugvöllur 
  • Kaffi Íssól 
  • Eymundsson 
  • Klæðakot
  • Gamla Bakarínu 
  • Bræðraborg 

 

Ljósmyndarnir sem eiga myndir á þessari sýningu eru Ágúst Atlason, Hörður Sveinsson og Aníta Björk

 

Það er tilvalið að skella sér í hressandi göngutúr, fá sér K-in Þrjú í Gamla (Kringlu, Kókoslengju og Kókómjólk), Kaffi á bræðraborg, og anda að sér vestfirskri stemmingu og fersku fjallaloftinu.