Ágúst Atlason | miðvikudagur 28. mars 2012

Ertu að fara að rokka með okkur hér á Ísafirði?

Þá þarftu að komast hingað og það eru margar leiðir í boði:

 

Avis bílaleiga býður geggjað „Aldrei fór ég suður“ tilboð á bílaleigubílum meðan á hátíðinni stendur. Fjöldi bíla er takmarkaður og tékkaðu því strax á tilboðinu á avis.is eða hringdu í síma 591 4000 og kræktu þér í bíl fyrir vestan. Verðið er bara djók, 18.000 íslenskar með 1000 kílómetrum sem dugir fram og til baka með smá innanbæjarsnatti! Nokkrir saman með svona tilboð og þetta kostar ekki neitt! Það er einnig útibú á flugvellinum á Ísafirði, ef þú kemur með flugi og vantar bíl. 

 

Hér má svo sjá hvernig maður ekur til Ísafjarðar.

 

Dílar.is eru svo með magnað tilboð með öllu innifalið, rútufar, gisting, 3 máltíðir og eitthvað sem þeir kalla kaldir, ekki viss hvað það er en það er örugglega eitthvað spennandi, ef þú hefur aldur til. Það eru 6 dílar í boði og er kvóti sem þarf að fylla og það er væntanlega best að bóka sem fyrst, ekki bíða eftir fleirum. Endilega kynnið ykkur þetta kostaboð!

 

Flugfélag Íslands flýgur svo hingað alla daga og ef það hentar þér, þá er bara að skella sér á Múgípáskablús!

 

Við bendum svo á þessa frétt um gistimöguleikana, en þeir eru fjölbreyttir hérna fyrir vestan, í margskonar umhverfi.

 

Það eru engar afsakanir eftir fyrir því að koma ekki vestur, nú er bara að drífa sig, þetta verður sullandi bullandi!