Ágúst Atlason | þriðjudagur 10. apríl 2012

Falleg hátíð að baki

Já hún var flott í ár, Aldrei fór ég suður. Atriðin hver öðru betra og stemmingin í skemmunni svakaleg, ég man varla eftir öðru eins! Ástin með í spilunum og svoleiðis, flott, Sverrir&Dóra, til hamingju!

 

Á næstu dögum koma nokkrar greinar, eins og t.d óskilamunir og hann Andri ætlar að taka saman atriðin og gera þetta allt saman upp. Einnig munu hér birtast fullt fullt af myndum, bæði frá mér og Anítu Björk og vil ég einnig hvetja aðra ljósmyndara sem voru á staðnum að setja sig í samband við mig ef þeir væru til í að birta myndir hérna á vefnum í albúmi, ef þeir eiga væna syrpu, maður gerir, þið munið, ekki rassgat einn!

 

Mig langar svo að minna á að eitthvað af söluvarningnum er ennþá til, og er hægt að nálgast hann í Vestfirsku versluninni í "downtown" Ísafjörður. Verslunin er að Aðalstræti 24 og er vel merkt hátíðinni, eða amk var það. Umtalað hversu flottur varningurinn var í ár og það er gott að taka þátt með að kaupa svolítið :)

 

Until then....