Ágúst Atlason | fimmtudagur 28. mars 2013

Fjallabræður í Skutulsfjarðarfjallasal!

Það mun drynja fallegur söngur Fjallabræðra í íþróttahúsinu á Torfnesi í kvöld. Má búast við svakalegu sjóvi enda komu þeir með 1 og 1/2 gám af græjum í þetta og er ekkert sparað til í soundi og ljósasjóvi. Halldór Gunnar yfirfjallabróðir segir gott hljóð í mönnum og að mætingin hjá kórnum verði góð og líka gestum, en miðarnir eru uppseldir, en selt verður í stæði við hurð. Tónleikarnir hefjast kl: 20:00.

 

Hér koma nokkrar staðreyndir um þetta ævintýr og undirbúning þeirra bræðra:

  • Við bræðurnir unnum vaktir þrjár síðust helgar föstudags og laugardagsnætur til að eiga fyrir reikningum frá Exton.
  • Um 40 manns í Lúðrasveit Vestmannaeyjar koma til Reykjavíkur til að æfa með okkur.
  • Um 60 Fjallabræður standa á sviðinu á Ísafirði.
  • Samanlagður akstur á æfingar og á tónleika Fjallabræðra og Lúðrasveit á Ísafirði er 36.000km.Miðað við 4 í bíl.
  • Frá Reykjavík til Wellington New Zealand er 17.000km.
  • Lengd á hálsbindum Fjallabræðra er samtals 98 metrar!

Magnaðar tölur og allt í það lagt að gera þetta sem flottast og er þetta frábær viðbót við annars fullkomna páskahelgi hérna í Ísafjarðarbæ. BæTheVei, hafið þið séð veðrið úti?!?

 

Ljósmyndari Aldrei kíkti á þá bræður í gær þegar þeir voru að setja saman sjóvið, kíkið á myndirnar :)