Andri Pétur Þrastarson | mánudagur 28. mars 2011

Fólk til að segja hæ við á hátíðinni II

Part zwei.

 

Við höldum okkar herferð okkar gegn því að aðkomumönnum eigi eftir að upplifa sig sem utangarðsmenn á okkar frómuðu tónlistarhátíð.  Svo partur tvö er tilbúinn til að hleypa gleði inní líf ykkar.

 

Maggi Hauks

Ef þig svengir í fisk þá skaltu eftir fremsta magni reyna að fá hann Magga til að kokka hann oní þig, og það er ekki bara fiskurinn sem leikur í höndunum á honum, ef þú getur tuggið það, þá getur hann eldað það!  Svo ekki sé talað um það, að það eru fáir menn á vestfjörðum sem hafa yfir jafn myndarlegum farkosti að ráða.

 

Elfar Logi

Var lengi vel eini atvinnuleikarinn á Ísafirði, er upphafsmaður Act Alone og einn af höfuðmönnum Leiklistarskóla Kómedíuleikhússins, hvorki meira né minna!  Elfar er brosmildur, og skartar(allavega þegar þetta er skrifað) einni af myndarlegustu mottum í héraðinu.

 

Baddó

Eilífðarunglingur Ísafjarðar hann Baddó er oftast tiltækur í gott spjall um lífið og tilveruna.   Þú heldur kannski að þú getir eitthvað í fótbolta, en þú hefur ekki hugmynd um það hvað fótbolti er fyrr en þú mættir syni Ísafjarðar á vellinum.

 

Villi Valli

Hárskeri, músíkant og myndlistarmaður með meiru.  Ef þig vantar lekker klippingu þá er ekki betri staður til að fara á en í gula húsið til Villa Valla, þagga niður í uppreisnarfullum hárendum og fá vænan slurk af bæjarsögunni beint í æð.

 

Rúna Esra

Jim Carrey sagði eitt sinn: Behind every great man, there is a woman rolling her eyes.  Ég held að það sé hægt að segja að það passi við hana Rúnu, enda er hún stoð og stytta Sóma Súðvíkinga(Mugison fyrir utanaðkomandi) og gerir það með þvílíkri eljusemi og dugnaði, að minni konur falla í grát við tilhugsunina eina saman.