| föstudagur 29. mars 2013

Fréttatilkynning: Föstudagsskemmtun með Pál Óskari 16:00 - 17:00 í Edinborg

Föstudagsskemmtun með Pál Óskari 16:00 - 17:00 í Edinborg

 

Páll Óskar mun stíga á svið og halda smávegis upphitun fyrir ballið í nótt í Edinborgarsal. Kjörið til að mæta með unga aðdáendur. Aðgangur er ókeypis og ekkert aldurstakmark er. Húsið opnar 15:30


--
Hæ aftur Ísafjörður. Smá gleðifréttir. Ég fæ leyfi til að halda stutta barna- og unglingaskemmtun í EDINBORG, Ísafirði, föstudaginn langa kl. 16.00 til 17.00. Aðgangur ókeypis og ekkert aldurstakmark. Allir velkomnir. Þarna mun ég einfaldlega taka mín bestu lög og hita mig upp fyrir ballið um nóttina í leiðinni ;-) Eina vesenið er.. að það gefst ekki tími fyrir neinar áritanir vegna þess að "Aldrei fór ég suður" dagskráin hefst strax í kjölfarið á barnaskemmtunni. Ég vil alls ekki skyggja á þá dagskrá. Hlakka til að sjá unga sem aldna í EDINBORG á föstudag kl. 16.00. Húsið opnar hálftíma fyrr. Læk og deil og látið berast um Vestfirði. Ykkar, Páll Óskar xox