Rúna Esradóttir | þriðjudagur 26. mars 2013

Girnilegur varningur

Það hefur tíðkast í gegnum árin að bjóða upp á ýmsan varning til styrktar hátíðinni og höfum við fengið sjóðheitar vörurnar í hendurnar.  Á heimasíðu Aldrei fór ég suður má sjá nýjustu línuna í ár undir síðunni "Vörur".

Hver vill ekki eiga festivalbolinn í ár með öllum hljómsveitarnöfnunum á bakinu? Þú getur ekki verið meira töff í gymminu í Afésbol þegar þú ert að tortíma páskabjó...ehem páskaeggjakaloríunum.

Það sem boðið er upp á í ár er:

  • Gítarneglur
  • Armböndin
  • Afés bolir fullorðnir/börn
  • Tattoo
  • Barrmerki
  • Hlýrabolir
  • Samfellur

Við bryddum upp á einni nýjung sem eru armböndin og eiga þau að gefa meiri svona töff festivalfíling. Eru armböndin heitu lummurnar í ár?

Þessi varningur verður til sölu á hátíðinni sjálfri sem og í Vestfirsku versluninni.  Í Vestfirsku versluninni er einnig fáanlegur varningur frá fyrri hátíðum á fáránlega gömlu verði.

Meðfylgjandi myndir eru teknar af Ágústi Atlasyni ljósmyndara, þær gerast varla krúttlegri!