Ágúst Atlason | miðvikudagur 4. apríl 2012

Gláma - Frumsýning á miðnætti - Vestfirsk hrollvekja

Fyrir þá Aldrei fór ég suður gesti er eru mættir og langar til að kíkja í bíó og sjá vestfirska afurð í formi stuttmyndar, er bent á þessa sýningu:

 

Drauga og stuttmyndin Gláma, sem tekin var upp á Núpi í vor verður frumsýnd í kvöld kl 23:59 í Ísafjarðarbíói. Myndin gerist á Núpi, þar sem kokkur úr Reykjavík er ráðinn til að halda veislu um miðjan vetur á sumarhóteli og gömlum heimavistarskóla. Allar upplýsingar eru af skornum skammti en hann áttar sig á því, þegar hann mætir á Núp að hann er þar einn, allavegana svona fyrst um sinn.

 

Myndin er byggð á sögum og upplifunum fyrrum nemenda úr heimavistaskólanum á Núpi. Það kannast allir við Núma sem hafa dvalist á Núpi, en Númi er fyrrum nemandi skólans sem tók sitt eigið líf á vistinni fyrir tæplega 100 árum síðan. Alla tíð síðan hefur hann átt það til að hrekkja þá sem dveljast á Núpi. 

 

Elfar Logi fer með aðahlutverk og leikstjóri er Baldur Páll.

 

Myndin er rétt tæplega 30 mínútur að lengd og verður aðeins sýnd einu sinni í Ísafjarðarbíói, í kvöld á miðnætti.

 

Forsala er í Vestfirzku Verzluninni og það eru nokkrir miðar eftir.