Veðurguðirnir (ekki hans Ingós) hafa strítt okkur örlítið fram eftir degi og reynt að leggja stein í götu okkar. Full flugvél poppara fór til að mynda aldrei í loftið síðla dags í dag og setur strik í reikninginn. Þess vegna hefur okkur ekki tekist að birta það plan sem þó var tilbúið fyrir daginn í dag.
Pollapönk sem átti að hefja leik komust því miður ekki á staðinn og ekki heldur Jitney boys frá Noregi. Það eru þó tveir bílar með poppurum á leiðinni og vonumst við til að fá hjálma og Ingó og veðurguðina í hús eftir kvöldmat. Hljómsveitin Reykjavík! voru fyrir tilviljun á staðnum og munu hugsanlega hlaupa í skarðið með nokkur hress lög.
Nú lítur þetta þá þannig út að röðin verði svona: