Aldrei fór ég suður | mánudagur 31. janúar 2011

Gleðilegt nýtt rokk ár!

Nú líður að nýrri rokkhátíð og undirbúningur kominn á fullt. Staðfest hefur verið að hátíðin verður haldin 22. & 23. apríl, föstudag og laugardag fyrir páskadag að vanda. Búast má við miklu rokki eins og undanfarin ár en eins og áður skiptir það nú mestu málið að allir séu í bullandi sullandi stuði alla páskahelgina!

Svona til þess að koma okkur í rétta gírinn fyrir hátíðina þá mælir rokkstjórinn með því að facebook notendur kíki á þennan link hér fyrir neðan. Þarna er hægt að smella merki hátíðarinnar á prófíl-myndina sína þar og sýna öllum það að þú ætlir að vera í sullandi bullandi stuði á Aldrei fór ég suður!