Andri Pétur Þrastarson | mánudagur 2. apríl 2012

HVAÐ ER AÐ SKE?!

Þegar rokkhátíð gengur í garð þarf að huga að mörgu,  vera vel klæddur, og passa sig á því að týna ekki kreditkortinu, og svo er líka ágætt að pæla í því hvað maður ætli að gera þegar maður er ekki að hrista hausinn í takt við frábæra tónlist.  Kannski ætlar þú bara eyða deginum uppí deginum eins og versti skussi, en kannski langar þér til að fá sem mest út úr páskatónlistarskíðavikuhátíðarfíling Ísfirðinga og þú getur.  Sem ég mæli algjörlega með því að þú gerir, því það er hefð fyrir því að hafa eintóma snilld í gangi þessa undursamlegu viku.   Og ykkur til hægðarauka þá höfum við tekið saman hitt og þetta sem hægt er að kíkja á.  Þess ber að geta að þessi listi er ekki tæmandi,  enda verður bærinn ein allsherjar viðburðarorgía í komandi viku.

 

Skíðavika Ísfirðinga
Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna skíðavikuna en hún er botninn á kökunni sem smurður með menningarkreminu sem fylgir svo rótgrónni bæjarhátíð.  Og má á heimasíðu skíðavikunnar finna mun ítarlegri dagskrá um hvað er í gangi í menningarmauraþúfunni Ísafirði.

 

Söngvasjóið Vestfirsku dægurlögin

Vestfirska skemmtifélagið setti saman söngvasýningu sem samanstendur af, eins og nafnið gefur til kynna Vestfirskum dægurlögum.  Þar má heyra lög eftir listamenn líkt og Facon, Ýr, Grafík og BG og Ingibjörgu í flutningi frábærra ísfirskra skemmtikrafta.  Sýnt í félagsheimilinu í Bolungarvík 4. 5. og 6. Apríl kl 21:00. 2900 kr inn. 

 

AlheimsFrumsýning Glámu, ballfrumsýningar partý.

Miðvikudaginn 4. Apríl klukkan 23:59 verður vestfirska draugastuttmyndin Gláma frumsýnd í Ísafjarðarbíói.  Myndinn byggir á sönnum atburðum sem skeðu á Núpi í Dýrafirði og er myndin alvestfirsk framleiðsla.   Kostar ekki nema litlar 1000 krónur inn.

Eftir að sýningu myndarinnar fer fram frumsýningarpartýball á Krúsinni þar sem reghlífarsamtök hljómskemmtikrafta Bandamenn leika fyrir dansi langt fram á nótt.  Frítt inn til 01:00!

 

Stuð, stuð, stuð.

Fimmtudaginn 5. Apríl verður Dr. Gunni með fyrirlestur um sögu rokksins á Íslandi frá 1950-2010 sem hann kallar Stuð, stuð, stuð.  Fyrirlesturinn fer fram í Edinborgarhúsinu frá 20-22 og er ókeypis inn.

 

Upphitun í Krúsinni

Fimmtudaginn 5. Apríl fer fram upphitun fyrir Aldrei fór ég suður í krúsinni frá klukkan 21:00 og frameftir.  Þar munu koma fram dúndur tónlistarmenn og landsþekktir skemmtikraftar. 

Nánar auglýst síðar.

 

Jet Black Joe á Krúsinni.

Þessi alræmda rokkhljómsveit ætlar að lifta stemmingunni hærra og hærra á föstudaginn klukkan 00:00.  Þeir spiluðu síðast á Ísafirði fyrir 6 árum síðan og er ekki von á öðru en klikkaðri stemmingu.  

 

Opið hús í Listakaupstað

Í Menningarsetrinu Listakaupstað koma saman myndlistarfólk, málarar, rithöfundar, leikarar og tónlistarmenn sem vilja vinna að sinni grein.

Þann 6. og 7. verða vinnustofurnar opnar fyrir gestum og gangandi milli 12 og 16, og verður boðið uppá kaffi, kandís, tónlistaratriði og allskonar.  

 

Westfjord ArtFest

Er nú haldin í annað skipti daganna 6-7 apríl og fer fram að þessu sinni í Norska Bakaríinu, Skipasmíðastöð Marsellíusar og Edinborgarhúsinu.  Þar verður hægt að bera augum málverk, ljósmyndir og vídjóverk. Muses.is heldur utan um listahátíðina og er hún kærkomin viðbót í menningarlíf páskavikunnar. 

 

Ókeypis Bollywood námskeið. 

Hin frækni lífskúnstner og dansari Margrét Erla Maack ætlar að bjóða upp á ókeypis Bollywood námskeið í íþróttarhúsinu við Austurveg laugardaginn 7. apríl klukkan 15:00.   Tilvalið sem vilja liðka sig fyrir seinnipartinn í Aldrei fór suður snilldinni.

 

Náströnd – Skáldið á þröm

Kómedíuleikhúsið hefur sett saman einleikinn Náströnd þar sem Ársæll Níellson fer með hlutverk Magnúsar Hj. Magnússonar, eða skáldsins frá Þröm. En hann var skrautlegur karakter sem lifði lífinu öðruvísi en gengur og gerist, og varð meðal annars fyrirmynd Ólafs Kárasonar í Heimsljósi eftir Halldór Laxness.  

Sýnt í félagsheimilinu á Suðureyri, síðasta sýning er á Páskadag kl 21:00

 

Vestfirska Verslunin

Opnað verður snemma og lokað seint í Vestfirsku versluninni alla páskana.  Eyþór Jóvinsson athafnamaður og verslunarstjóri ætlar að bjóða þar uppá lifandi tónlistarflutning og allskonar uppákomur eftir hentugleika.  Og þar má m.a. finna allan varning Aldrei Fór Ég Suður.  Þú þangað!

 

Slay Masters

Hið Bolvíska meistaraverk Slay Master verður frumsýnt á páskahelginni, en mikill eftirvænting hefur verið eftir þessari ræmu sem fjallar um frækna slægingarmenn, sem ætla að komast á ball, hvað sem það kostar.  Uppselt á sýningu föstudaginn langa en miðar lausir á tvær sýningar á laugardag klukkan 14 og 16.