Rúna Esradóttir | þriðjudagur 12. mars 2013

Hæ Rokkstjóri

Jón Þór Þorleifsson er rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður en hann hefur verið rokkstjóri síðustu tvær hátíðir.

 

Hvað er að frétta?

Það er allt rosa gott að frétta enda styttist í Aldrei fór ég suður og þá finnur maður hvernig stuðið eykst í fólkinu í kringum sig og það hefur rosa jákvæð áhrif á mig.

Það hlýtur að vera í mörg horn að líta, er boltinn farin að rúlla?

Já boltinn byrjar í raun alltaf að rúlla hjá okkur um áramót, þá er fyrsti formlegi fundur hópsins sem stendur að hátíðinni. Svo rúllra hann bara hraðar og hraðar eftir því sem tíminn líður. En rétt er það, það er í mörg horn að líta en það vill til að hópurinn sem stendur að hátíðinni er þéttur og afkastamikill þannig að verkefninu eru öll í góðum höndum.

Fyrir hverju ertu spenntastur í ár?

Ég er auðvitað spenntastur fyrir því að sjá hvernig fólk mun skemmta sér á Aldrei fór ég suður, en af þeim atriðum sem koma fram þá er ég mjög spenntur fyrir að sjá Röggu Gísla og Fjallabræður, það er einhver samsetning sem á efalaust eftir að vera stórkostleg! :)

 

Hvert geta þeir snúið sér sem vilja gera eitthvað til að leggja hönd á plóg?

Það er best að koma til mín eða senda mér tölvupóst á rokkstjori@aldrei.is og ég kem svo fólki á þá staði sem vantar hjálp. Okkur vantar alltaf hendur og því er það mjög þakklátt að fá fleiri sjálboðaliða.

Hvað getur orkumikill og jákvæður Vestfirðingur hugsanlega gert til að lyfta undir bagga?

Það er rosa margt í raun en helst er það undirbúningur og frágangur bæði i skemmtunni og á heimavistinni. Það eru tímafrek verkefni og eins og við vitum öll þá vinna margar hendur létt verk og væri það mjög vel þegið að fá fleiri orkumikla og jákvæða vestfirðinga með okkur í þessi verk.

Hvenær flyturðu vestur?

Ja góð spurning... kannski það gerist fyrr en síðar að ég læðist hingað vestur og hreiðra alveg um mig í Sólskinshöllinni :)