Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 4. mars 2016

Hanastél á Ísó

Hin geðþekku hjónaleysi Doddi litli og Sigríður Eir munu bregða undir sig betri fætinum á morgun laugardaginn 5. mars, haska sér hingað á Ísafjörð í blíðuna og senda Hanastélið út héðan úr bænum.

Rokkstjóri vor, frú Birna Jónasdóttir og herra Kristján Freyr, kenndur við rokk, munu mæta og spjalla um hátíðina okkar og væntanlega ýmislegt annað skemmtilegt.

Herra Hammond sjálfur mun leiða hlustendur þáttarinns um heitustu staði Ísafjarðarbæjar og síðast en ekki síst þá mætir hinn ungi og hæfileikaríki Sindri Freyr Sveinbjörnsson og tekur lagið í beinni, en hann hefur verið að gera garðinn frægann í sjónvarpsþáttunum Ísland got talent.

Þátturinn hefst stundvíslega klukkan 17:02

Þetta verður klárlega hin besta skemmtun sem er alveg bannað að missa af.
En ef þú missir af honum af óviðráðanlegum orsökum af einhverju tagi, eins og til dæmis vegna þess að dekk sprakk eða útvarpið sprakk eða þú settir símann og úrið óvart í þvottavélina og þvottavélin sprakk þá þarftu ekki að örvænta því þættirnir eru allir til í sarpinum góða.

Hanastél á RÚV
Hanastél á Facebook