Aldrei fór ég suður | laugardagur 3. apríl 2010

Hátíð í bæ!

Við þökkum öllum sem mættu á hátíðina í gær, þetta gekk alveg frábærlega í alla staði og stuðið var í algleymi. Það var nánast troðfullt nær allan tímann frá því fyrstu tónar svifu um skemmuna og allt til enda dagskrár. 

Þetta var rosalega gaman og við ættum eimhvern tímann að endurtaka leikinn. Hvers vegna ekki bara í dag? Jú, við skulum slá bara til! Við byrum nefnilega á stuðinu aftur núna kl. 16.00 og Jesús Kristur hvað við eigum nú gott í vændum. Það er tuttugu frábærlega skemmtileg atriði framundan. 

Svona verður þetta: 

 • Klikkhausarnir 
 • Tom Matthews band 
 • Ugly Alex 
 • Jitney boys 
 • Geirfuglarnir 
 • Stjörnuryk 
 • Mc Ísaksen 
 • Kortér í þrjú! 
 • Biogen 
 • Sigríður Thorlacius 
 • Yxna 
 • Biggi Bix 
 • Rúnar Þór 
 • Hjaltalín 
 • Orphic Oxtra 
 • Sólinn frá Sandgerði 
 • URMULL 
 • Dikta 
 • BlazRoca, Sesar A og Dj Kocoon 
 • Nine elevens