| föstudagur 18. apríl 2014

Hátíð í bæ!

Sólin er farin að skína og allir rokkararnir okkar eru á leiðinni vestur! 

 

Það þarf enginn að örvænta, við erum í frábæru stuði, bærinn er í bullandi sullandi stuði, rokkararnir eru nú allir á leiðinni vestur til okkar og við þurfum ekki einu sinni að spyrja hvort það sé stemming í þeirri rútuferð!

 

Þeir sem ekki geta upplifað stemminguna í bænum sjálfum geta upplifað hana í gegnum tölvuskjáinn, hægt verður að nálgast streymið hérna inná aldrei.is en streymið er sent út í samvinnu við Snerpu, KFÍ-TV og Símafélagið. Nú geta allir verið með!

Við tilkynntum ykkur lænöpp dagsins áðan og það má finna það hér 


Svo það er um að gera að finna lopapeysuna, bakpokann, hita upp instagramið, og vera mætt í rokkskemmuna kl 18:00, því þá verður blásið til leiks! 

 

Mikið erum við spennt!