Ágúst Atlason | miðvikudagur 20. apríl 2011

Hvað er um að ske í Skíðavikunni!?!

Brjáluð vika að ganga í garð. Páskarnir eru alltaf geggjaðir hér fyrir vestan og er svo mikið að gerast að þú hreinlega kæmist ekki yfir það allt, þó það væri fjórtán....stykki af þér!

 

Við tókum hérna saman tónlistarviðburðina með hjálp Skíðavikudagskránnar, kíkið á hana, smekk full!

 

Miðvikudagur:

 • 23:30 - 3:00 Benni Sig og Xpress í STUÐI á Vagninum Flateyri!

Fimmtudagur:

 • 20:00 Hamrar - Jón Ólafs tekur Helga Björns á spjallið
 • 22:00 Krúsin - Lifun, Skúli mennski og Lára Rúnars ásamt uppistöndurum

Föstudagur:

 • 20:00 - 01:00 Aldrei fór ég suður- Rokkhátíð alþýðunnar. Haldin í áttunda sinn, nú í skemmu KNH.
 • 24:00 - 04:00 Ingó og Veðurguðirnir í Edinborgarhúsinu.
 • 24:00 - 04:00 Hljómsveitin NÝ DÖNSK í Krúsinni Sjóðandi heitir... klárlega páskaballið þetta árið.
 • Grjóthrun í Hólshreppi stígur á stóra sviðið í Einarshúsi Bolungarvík.

Laugardagur:

 • 18:00 - 02:00 Aldrei fór ég suður- Rokkhátíð alþýðunnar. Haldin í skemmu KNH.
 • 24:00 - 04:00 Húsið á sléttunni í Edinborgarhúsinu.
 • 23:00 - 3:00 Dj Óli Geir og Haffi Haff í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
 • 23:00 - 03:00 BJARTMAR OG BERGRISARNIR halda uppi ballandi stuði fram á rauða nótt í Krúsinni.

Sunnudagur:

 • 24:00 – 04:00 Stórdansleikur í Edinborgarhúsinu, Benni Sig og hljómsveitin Xpress leika á lokadansleik Skíðavikunnar að þessu sinni. Benni Sig og hljómsveitin Xpress eru þekkt fyrir hrikalegt stuð og góða stemningu og hefur verið vinsælasta hljómsveitin á Vestfjörðum undanfarið. Það ætti enginn að missa af þessum dansleik. Miðaverð aðeins kr. 1.500, forsala hefst fimmtudaginn 21. Apríl á Vesturslóð.
 • 11:30 - 3:00 Páll Óskar og Óli Ofur sameina krafta sína í fyrsta skipti á Páskadag í félagsheimilinu í Hnífsdal.
 • 24:00-04:00 Grafík og SSSól slá botninn í skíðavikudjammið í Félagsheimilinu í Bolungarvík

 

S T U Ð !