| miðvikudagur 20. apríl 2011

Hvernig kemst ég? Hvar á ég að sofa?

Langar þig að koma vestur? Ekki örvænta... það er ennþá pláss! :)

 

Aðsókn á gistiheimili á svæðinu er mjög mikil og víða er allt löngu uppbókað. Heyrst hefur að fólk hafi pantað sér gistingu með allt að árs fyrirvara, enda er gott að vera tímanlega í þessum málum.En þröngt mega sáttir sitja og verður engum vísað frá Ísafirði eða Vestfjörðum um páskana.

 

Ferðalagið

 

Það er gaman að fljúga til Ísafjarðar. Það tekur ekki nema 40 mínútur og aðflugið er skemmtilegt og útsýnið yfir Vestfirsku alpana engu líkt!

Bókaðu flugið á www.flugfelag.is

 

keyra til Ísafjarðar í góðra manna hópi tekur heldur ekkert langan tíma. Fyrsta stopp í Borgarnesi, svo Brattabrekka og þá ertu alltíeinu kominn í Búðardal! Gilsfjarðarbrúin styttir leiðina fullt og Arnkötludalur líka og fyrren varir ertu búin að taka pissustopp á Hólmavík og þá er nú ekkert langt eftir! Mundu bara að taka bensín! ;)

Vefurinn www.samferda.net er kjörinn fyrir þá sem vantar far eða eru að leita sér að auka farþegum. Mjög einfalt er að skrá sig á vefinn.

 

Það er auðvitað líka hægt að skella sér með rútu! Það er líka kostur því þá geturu sofið á leiðinni og þá tekur ferðin enga stund!

Iceland Excursions býður uppá rútuferð til Ísafjarðar á fimmtudag kl 10 og til baka á mánudag kl 12. Farið kostar 15.000 fram og til baka. 7.500 fyrir börn yngri en 12 ára.

Nánari upplýsingar á heimasíðu: http://www.grayline.is/Page.aspx?id=268

 

Gistingin

 

Ef þú átt enga ættingja eða vini sem þú getur gist hjá, eru nokkrir möguleikar í boði.

 

Ísafjörður:
Gamla gistihúsið
s. 456-4146, www.gistihus.is.

Þar losnuðu óvænt nokkur herbergi yfir páskana. Fyrstir hringja, fyrstir fá!!

1x 4m herbergi í svefnpokapláss,

1x 2m í uppábúnum rúmum

1x 3m í uppábúnum rúmum 

 

Flateyri

Sölvahús á Flateyri er laust. Þar komast 8 manns fyrir í rúmum. Hringdu í s. 860-6062 fyrir nánari upplýsingar. Það er Annska sem svarar.

 

Hvíldarklettur á Flateyri og Suðureyri. Nokkur hús laus.

Gisting í sumarhúsum og hefðbundnum einbýlishúsum.
Svefnrými fyrir 5 til 6 manns í hverju húsi. Einnig möguleiki á ferðum til og frá rokksvæðinu.
Nánari upplýsingar í s. 456-6667.

 

Suðureyri

Fisherman hótel er þriggja stjörnu hótel á Suðureyri. Þar eru enn nokkur laus herbergi og skutla á hátíðina í boði fyrir hótelgesti. Síminn á Fisherman er 456-9000

Þingeyri

Gistiheimilið Við Fjörðinn á Þingeyri. Þar er eitthvað laust. Nánari upplýsingar hjá Sirrý í s. 847-0285. Fríar ferðir á hátíðina og til baka fyrir gesti.

 

Dýrafjörður

Hótel Núpur getur tekið við 20-30 manns í viðbót. Bæði í svefnpokagistingu og í uppábúin rúm. Ferðir til Ísafjarðar og til baka, báða dagana. Síminn er 456-8235.